Lionel Messi er í sérflokki þegar kemur að launum en hann er með 7,3 milljónir punda í laun á mánuði.
Messi fær þessi laun fyrir skatt en Cristiano Ronaldo er með 4,1 milljón punda á mánuði.
Antoine Griezmann er þriðji launahæsti leikmaður í heimi og fær 2,9 milljónir punda á mánuði frá Atletico Madrid.
Neymar og Luis Suarez koma þar á eftir en það eru í raun smápeningar miðað við laun Messi.
Alexis Sanchez er launahæsti leikmaður Englands en hann er með 2 milljónir punda fyrir skatt á mánuði.
Tíu launahæstu leikmenn í heimi má sjá hér að neðan.