Eldur braust út á æfingasvæði Flamengo í Brasilíu, tíu einstaklingar létust og er talið að allt hafi verið börn.
Eldurinn braust út á Ninho do Urubu sem er svæði við æfingasvæði félagsins þar sem ungir leikmenn dvelja.
Talið er að leikmennirnir sem létust séu á aldrinum 14-17 ára.
Fleiri eru slasaðir en eldurinn braust út seint að nóttu til þegar ungir leikmenn félagsins voru sofandi.
Eldurinn logaði í meira en tvo tíma en Flamengo er eitt stærsta félag Brasilíu.
Myndir af vettvangi eru hér að neðan.