fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
433Sport

Sigurjón undrandi á gagnrýni sem Geir má þola: ,,Var ekki alltaf með á myndum eða gerði sig sýnilegan“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 8. febrúar 2019 09:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Geir Þorsteinsson berst fyrir því að að gerast formaður KSÍ á nýjan leik en er í baráttu við Guðna Bergsson. Ársþing KSÍ fer fram á laugardaginn og kemur þá í ljóst hvor mun hafa betur, Geir eða Guðni.

Guðni þykir mun líklegri fyrir laugardaginn en hann fékk 88% atkvæða í könnun Stöðvar 2. Margir knattspyrnumenn hafa opinberlega stutt við bakið á Guðna sem hefur sinnt starfinu síðustu tvö ár.

Hann tók við af Geir fyrir tveimur árum en sá síðarnefndi ákvað svo að bjóða sig fram á ný. Geir var gagnrýndur af landsliðskonunum Söru Björk Gunnarsdóttur og Dagný Brynjarsdóttur í gær.

Geir þykir ekki hafa sýnt kvennalandsliðinu mikinn áhuga á þeim tíma sem hann var í stjórn, annað en Guðni.

Sigurjón M Egilsson, skrifar á vef sinn að þetta sé rangt. Sigurjón er harður KR-ingur en hann hefur lengi starfað við fjölmiðla.

,,Mig undrar margt sem sagt er og skrifað um Geir Þorsteinsson. Svo virðist sem fólk hafi gleymt stærstu og mestu ákvörðunum sem Geir tók sem formaður KSÍ,“ skrifar Sigurjón á Miðjan.is

,,Geir hóf stærstu sókn sem hafin hefur verið í íslensku íþróttalífi með ráðningu Heimis Hallgrímssonar og Lars Lagerbäck til karlalandsliðsins. Sú ákvörðun hans var umdeild. Nú eru allt fólk sammála um hversu stórt og farsælt skref Geir tók, ásamt stjórn sinni, innan KSÍ.“

,,Geir sinnti kvennalandsliðinu af heilum hug. Hann var ekki alltaf með á myndum eða gerði sig sýnilegan. Hann var samt sá sem stóð fastast að baki öllum landsliðum Íslands. Gagnrýni á hann úr þeirri átt er ekki sanngjörn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool snúast gegn Diaz vegna ummæla hans

Stuðningsmenn Liverpool snúast gegn Diaz vegna ummæla hans
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Furðumark er Tottenham lagði Arsenal – Myndband

Furðumark er Tottenham lagði Arsenal – Myndband
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Allt opið hjá íslensku liðunum í kvöld – Fylgir KA eftir mögnuðum úrslitum?

Allt opið hjá íslensku liðunum í kvöld – Fylgir KA eftir mögnuðum úrslitum?
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Vilja fá hann aftur til Englands og gera Juventus tilboð

Vilja fá hann aftur til Englands og gera Juventus tilboð
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Skynja að Sesko nálgist United og skoða aðra kosti

Skynja að Sesko nálgist United og skoða aðra kosti
433Sport
Í gær

Fær lygileg laun í nýju vinnunni – Nánast ekkert sannað en þénar 2,5 milljarða

Fær lygileg laun í nýju vinnunni – Nánast ekkert sannað en þénar 2,5 milljarða
433Sport
Í gær

Lúðvík valdi hóp sinn fyrir mót í Ungverjalandi

Lúðvík valdi hóp sinn fyrir mót í Ungverjalandi