fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Sara Björk hjólar aftur í Geir: ,,Nei, við skulum bara þegja“

Victor Pálsson
Föstudaginn 8. febrúar 2019 16:45

Sara Björk Gunnarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Nei við skulum bara þegja og einbeita okkur að spila fótbolta,“ skrifaði landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir á Twitter í dag.

Sara tjáir sig um Geir Þorsteinsson en hann býður sig fram til formanns KSÍ. Kosið er á morgun.

Bæði Sara og Dagný Björk Gunnarsdóttir hafa opinberlega stutt við bakið á Guðna Bergssyni sem býður sig fram á móti Geir.

Geir ræddi við fjölmiðla í gær og sagði að stelpurnar ættu að ‘einbeita sér að því að spila þennan fallega leik’.

,,Á mér ekki að vera sama um hagsmuni kvennalandsliðsins?“ bætir Sara við í stuttri færslu sem hún birti.

Það kemur í ljós á morgun hver tekur að sér formannsstarfið en ársþing KSÍ fer þá fram.

Geir er ásakaður um að sýna kvennalandsliðinu lítinn áhuga og hefur sambandið við Guðna verið meira síðan hann tók við starfinu fyrir tveimur árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu helstu tilþrif Onana í fyrsta leik í Tyrklandi – Fær mikið lof fyrir frammistöðu sína

Sjáðu helstu tilþrif Onana í fyrsta leik í Tyrklandi – Fær mikið lof fyrir frammistöðu sína
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Rekinn fyrir 89 dögum en er að mæta aftur til starfa

Rekinn fyrir 89 dögum en er að mæta aftur til starfa
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool
433Sport
Í gær

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar
433Sport
Í gær

Guardiola í flokk með Ferguson

Guardiola í flokk með Ferguson