fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Guðni um starfið og gagnrýni: ,,Að opna aðra skrifstofu í kringum KSÍ finnst mér ekki skynsamlegt“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 8. febrúar 2019 14:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég tel að okkur hafi tekist vel til á þessum tveimur árum,“ sagði Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, þegar blaðamaður heimsótti hann í höfuðstöðvar KSÍ í vikunni. Starfsfólk KSÍ er á fullu að undirbúa ársþing sambandsins sem fram fer á laugardag. Þar mun Guðni setja verk sín í dóm aðildarfélaganna. Geir Þorsteinsson er í framboði gegn Guðna og sækist aftur eftir starfinu. Framboð Geirs hefur vakið athygli, enda eru tvö ár síðan að hann kaus sjálfur að láta af störfum og var kjörinn heiðursformaður sambandsins. Taldi hann sig hafa lokið sínum verkum en hlutirnir breyttust fljótt og nú er Geir mættur aftur og sækist eftir gamla starfinu sem Guðni tók við í febrúar árið 2017.

Knattspyrnusambandið er stærsta sérsamband Íslands og eðlilegt að gagnrýni komi upp. Sú helsta sem Guðni hefur þurft að sæta kemur frá félögum í efstu tveimur deildunum, Íslenskum toppfótbolta. Samtökin vilja meiri athygli og meira fjármagn frá KSÍ. „Það eru auðvitað skoðanaskipti í stórri hreyfingu, þannig hefur það alltaf verið og jafnvel meiri gagnrýni fyrir nokkrum árum. Við höfum verið að reyna að ná sáttum um ákveðin mál og koma þeim áfram. Fulltrúar ÍTF eru þeir sömu og kjósa okkur inn í stjórn KSÍ. Við erum að eiga við sjálfa okkur, ef svo má segja. Ég held að þetta samstarf sé að þróast og taka á sig skýrari mynd, það er ábyrgð þeirra sem koma þessu áfram. Hér innandyra erum við meðvituð um að við erum í samskiptum við ÍTF, en við hugsum líka um heildina, allar deildir. Við vitum samt að sviðsljósið og fjárhagslegir hagsmunir eru mestir í efstu tveimur deildunum, en við hugsum um allar deildir hjá KSÍ.“

Hvernig finnst þér sú hugmynd að stofna sérstök deildarsamtök innan veggja KSÍ, hvernig hugnast þér sú útfærsla?

„Mér finnst það ekki vera góð útfærsla og veit ekki hvort að hún sé alveg úthugsuð. Að opna aðra skrifstofu í kringum KSÍ finnst mér ekki skynsamlegt. Opna annað KSÍ, ef svo má segja, samkvæmt því skipuriti sem hann hefur lagt fram. Ég er ekki viss um hvort það sé leiðin fram á við, þegar verið er að bera einhverja hluti saman. Bara eins og norska úrvalsdeildin er fjórtán eða fimmtán sinnum stærri miðað við veltu. Við þurfum að hafa það í huga þegar við veltum svona hlutum fyrir okkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu helstu tilþrif Onana í fyrsta leik í Tyrklandi – Fær mikið lof fyrir frammistöðu sína

Sjáðu helstu tilþrif Onana í fyrsta leik í Tyrklandi – Fær mikið lof fyrir frammistöðu sína
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Rekinn fyrir 89 dögum en er að mæta aftur til starfa

Rekinn fyrir 89 dögum en er að mæta aftur til starfa
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool
433Sport
Í gær

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar
433Sport
Í gær

Guardiola í flokk með Ferguson

Guardiola í flokk með Ferguson