Stórlið Real Madrid á Spáni hefur undanfarin ár leitað til Englands til að næla í leikmenn.
Nefna má leikmenn eins og Luka Modric og Gareth Bale sem eru enn hjá félaginu í dag.
Þeir voru báðir keyptir til félagsins frá Tottenham á Englandi og hafa staðið sig með prýði á Spáni.
Það eru þó ekki öll kaup sem hafa gengið upp en the Daily Mail taldi upp þá leikmenn sem Real hefur fengið frá Englandi.
Real gæti fengið til sín leikmann úr úrvalsdeildinni í sumar en Eden Hazard hjá Chelsea er orðaður við félagið.
Mörg af þessum skiptum komu fólki á óvart og sumir fengu ekkert að spila.
Hér má sjá alla þá leikmenn sem Real hefur nælt í úr úrvalsdeildinni.
Robert Jarni (Coventry) – 3,4 milljónir punda
Steve McManaman (Liverpool) – Frítt
Nicolas Anelka (Arsenal) – 22,3 milljónir punda
David Beckham (Manchester United) – 25 milljónir punda
Michael Owen (Liverpool) – 8 milljónir punda
Jonathan Woodgate (Newcastle) – 13,4 milljónir punda
Thomas Gravesen (Everton) – 2,45 milljónir punda
Jose Antonio Reyes (Arsenal) – Lán
Ruud van Nistelrooy (Manchester United) – 11 milljónir punda
Jerzy Dudek (Liverpool) – Frítt
Gabriel Heinze (Manchester United) – 8 milljónir punda
Arjen Robben (Chelsea) – 24 milljónir punda
Lassana Diarra (Portsmouth) – 20 milljónir punda
Julien Faubert (West Ham) – Lán
Cristiano Ronaldo (Manchester United) – 80 milljónir punda
Alvaro Arbeloa (Liverpool) – 5 milljónir punda
Xabi Alonso (Liverpool) – 30 milljónir punda
Ricardo Carvalho (Chelsea) – 6,7 milljónir punda
Emmanuel Adebayor (Manchester City) – Lán
Luka Modric (Tottenham) – 33 milljónir punda
Michael Essien (Chelsea) – Lán
Gareth Bale (Tottenham) – 85,3 milljónir punda
Javier Hernandez (Manchester United) – Lán
Thibaut Courtois (Chelsea) – 35 milljónir punda
Brahim Diaz (Manchester City) – 15,5 milljónir punda