fbpx
433Sport

Sjáðu hverja Heimir og Aron kusu – Valdi Salah sem besta leikmann ársins

Victor Pálsson
Mánudaginn 24. september 2018 21:15

Ljósmynd: DV/Hanna

Það hefur ekki farið framhjá neinum að Luka Modric var í kvöld valinn leikmaður ársins af FIFA.

Modric var magnaður með bæði Króatíu og Real Madrid á árinu og fékk lang flest atkvæði hjá landsliðsfyrirliðum og landsliðsþjálfurum.

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands, kaus Modric sem besta leikmanninn.

Aron setti Modric í fyrsta sæti, Cristiano Ronaldo, leikmann Juventus og Portúgal í annað og Raphael Varane, varnarmann Real og Frakklands í þriðja.

Heimir Hallgrímsson var landsliðsþjálfari Íslands er kosningin fór fram og var Mohamed Salah í efsta sæti hjá honum en hann leikur með Liverpool og Egyptalandi.

Modric var í öðru sætinu hjá Heimi og Kevin de Bruyne, miðjumaður Manchester City og Belgíu í þriðja.

Bestu leikmenn ársins að mati Arons:
1. Luka Modric
2. Cristiano Ronaldo
3. Raphael Varane

Bestu leikmenn ársins að mati Heimis:
1. Mohamed Salah
2. Luka Modric
3. Kevin de Bruyne

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 dögum

Stjarna Sviss þurfti að verja sig gegn Rúnari Má – Veit ekki hver hann er

Stjarna Sviss þurfti að verja sig gegn Rúnari Má – Veit ekki hver hann er
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gylfa hrósað í hástert: Í öðru sæti yfir þá sem hafa bætt sig mest – ,,Everton fær mikið fyrir peninginn“

Gylfa hrósað í hástert: Í öðru sæti yfir þá sem hafa bætt sig mest – ,,Everton fær mikið fyrir peninginn“
433Sport
Fyrir 5 dögum

Raggi Sig: Megum vera pirraðir en það er margt jákvætt í þessu

Raggi Sig: Megum vera pirraðir en það er margt jákvætt í þessu
433Sport
Fyrir 5 dögum

Það sem þjóðin hafði að segja um leikinn gegn Sviss – ,,Ef einhver á skilið að falla þá er það þetta sænska rusl“

Það sem þjóðin hafði að segja um leikinn gegn Sviss – ,,Ef einhver á skilið að falla þá er það þetta sænska rusl“