fbpx
Mánudagur 18.febrúar 2019
433Sport

Kallar eftir því að hausar fjúki hjá KSÍ – ,,Drullan er alveg upp á bak“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 21. september 2018 13:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ hefur dæmt Völsungi 0-3 sigur í leiknum sem átti að fara fram í fyrradag, Huginn og Völsungur mættu þá ekki á sama völlinn. Þetta kemur fram á vef KSÍ.

Leikurinn átti að vera endurtekinn klukkan 16:30 á miðvikudag en leikur liðanna sem var spilaður í ágúst var á dögunum gerður ógildur eftir dómaramistök.

Í tilkynningu KSÍ var greint frá því að leikurinn skildi fara fram á Seyðisfjarðarvelli, heimavelli Hugins.

Á miðvikudag ákvað KSÍ hins vegar að færa leikinn yfir á Fellavöll á Egilsstöðum eftir að hafa fengið skilaboð frá Seyðisfirði um að völlurinn þar væri óleikhæfur. Margir hafa beðið eftir niðurstöðu í þessu máli en á vef KSí var í gær staðfest að Völsungi hefði verið dæmdur 0-3 sigur.

Óvíst er hvernig málið mun þróast en ekki er ólíklegt að Huginn muni kæra þessa niðsturöðu.

KSÍ hefur verið gagnrýnt í þessu máli og var málið rætt í Dr. Football, hlaðvarpi sem Hjörvar Hafliðason stýrir.

,,Það munu aldrei hausar fjúka, menn verða bara að læra af þessu,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur þáttarins.

Mikael Nikulásson sem var einnig í þættinum kallar eftir því að hausar fjúki hjá KSÍ og menn taki ábyrgð.

,,Að mínu viti á það að gerast, það þarf virkilega breytingar á KSÍ. Drullan er alveg upp á bak, hefur Guðni Bergsson eitthvað fylgst með þessu máli? Hann ætti að koma fram og tjá sig sem formaður sambandsins.“

,,Ef Huginn kærir þennan úrskurð, þá getur 2. deildin ekki klárast. Ef leikirnir fara þannig að Völsungur er uppi eftir umferðina, þá klárast deildin í fyrsta lagi í desember. Hugsa ég.“

Þátt dagsins hjá Dr. Football má heyra hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Arnar var hræddur og þorði ekki að fara: ,,Hættu þessu væli og drullaðu þér út!“

Arnar var hræddur og þorði ekki að fara: ,,Hættu þessu væli og drullaðu þér út!“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ást á ensku tuðrusparki: Þetta eru liðin sem íslenskir íþróttafréttamenn styðja

Ást á ensku tuðrusparki: Þetta eru liðin sem íslenskir íþróttafréttamenn styðja
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mynd: Rooney áfram með hringinn sinn en eiginkonan ekki

Mynd: Rooney áfram með hringinn sinn en eiginkonan ekki
433Sport
Fyrir 2 dögum

Auðunn Blöndal svarar fyrir samsæriskenningar: ,,Þessi djókur fer að verða þreyttur“

Auðunn Blöndal svarar fyrir samsæriskenningar: ,,Þessi djókur fer að verða þreyttur“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Þjálfar hjá félagi í úrvalsdeildinni og var settur í bann: Ásakaður um einelti

Þjálfar hjá félagi í úrvalsdeildinni og var settur í bann: Ásakaður um einelti
433Sport
Fyrir 3 dögum

Knattspyrnumennirnir sem fólk hugsar um í rúminu: Fyrsta sætið kemur ekki á óvart

Knattspyrnumennirnir sem fólk hugsar um í rúminu: Fyrsta sætið kemur ekki á óvart