fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Íslenskur slúðurpakki – Óli Stefán eftirsóttur og stórir bitar gætu fært sig um set

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 18. september 2018 11:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það styttist í annan endann á knattspyrnusumrinu hér á landi en tvær umferðir eru eftir í Pepsi deild karla og ein eftir í næst efstu deild.

Mikið af slúðursögum eru í gangi, sumar eiga eftir að rætast en aðrar ekki.

Miklar hreyfingar verða á þjálfarmálum liðanna og eru þær strax farnar af stað.

Leikmenn eru einnig byrjaðir að skoða sín mál, sumir hafa rætt óformlega við önnur lið.

Hér að neðan eru þær sögur sem við höfum heyrt síðustu daga og vikur. Allar ábendingar má senda á hoddi@433.is

Taka skal fram að pakkinn er settur saman til gamans og allt í hornum er ekki heilagur sannleikur.

——–
Þjálfarar:

Allt bendir til þess að Logi Ólafsson muni láta af störfum sem þjálfari Víkings að loknu tímabili, stjórn félagsins vill fara í breytingar. Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis er mest orðaður við starfið en Pedro Hipólito, Srdjan Tufegdzic og Óli Stefán Flóventsson eru einnig orðaðir við starfið.

Ef Helgi Sigurðsson fer frá Fylki er óvíst hvaða stefnu félagið fer í, Arnar Grétarsson og Óli Stefán Flóventsson hafa verið nefndir til sögunnar.

Kristján Guðmundsson þjálfari ÍBV liggur undir feld og vill ekkert segja um framtíð sína, sumir segja að hann hætti störfum en aðrir að hann haldi áfram. Kristján hefur unnið mjög gott starf í Eyjum og þar er vilji til að halda honum.

Ef Kristján verður áfram er líklegt að hann fari í breytingar á þjálfarateymi sínu.

KA leitar að eftirmanni Túfa, félagið reyndi að fá Heimi Guðjónsson heim en hann ákvað frekar að framlengja samning sinn í Færeyjum. Óli Stefán Flóventsson er sagður efstur á blaði KA en Þorvaldur Örlygsson er einnig nefndur til sögunnar.

Óli Stefán er mjög eftirsóttur biti og er nafn hans einnig orðað við kvennalandsliðið. Þar eru Elísabet Gunnarsdóttir, Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Blika og Halldór Sigurðsson, þjálfari Þór/KA einnig nefndir.

Fram vill halda Pedro Hipólito í starfi en hann skoðar möguleika sína, ef hann og Ólafur Brynjólfsson láta af störfum búast margir við leikmannaflótta. Margir eru samningslausir og gætu farið annað. Þar má nefna Guðmund Magnússon, markahæsta leikmann liðsins.

Fram hefur hlerað Arnar Grétarsson, fyrrum þjálfari Breiðabliks um að hann taki við starfinu.

Gregg Ryder fyrrum þjálfari Þróttar vill ólmur fá starf og hefur heyrt í nokkrum liðum, hann er einn af þeim sem nefndur er til sögunnar hjá ÍBV ef Kristján Guðmundsson stígur til hliðar.

Ólafur Brynjólfsson aðstoðarþjálfari Fram er nefndur til sögunnar þegar störfin hjá Leikni og kvennaliði Stjörnunnar koma upp.

Guðmundur Steinarsson aðstoðarþjálfari Breiðabliks er orðaður við starfið hjá Keflavík en það er uppeldisfélagið hans.

Nánast engar líkur eru á því að Ólafur Kristjánsson missi starf sitt hjá FH sama hvort liðið nái Evrópusæti eða ekki. Mikil ánægja er með störf Ólafs á meðal leikmanna liðsins sem telja að hann komi liðinu aftur í fremstu röð.

Leikmenn

Guðmundur Steinn Hafsteinsson framherji Stjörnunnar getur sagt upp samningi sínum við félagið í haust. Líkegt er að hann nýti sér það ákvæði en hann hefur verið orðaður við Val.

Miklar líkur eru á að Tobias Thomsen fari frá Val en hann hefur ekki staðið undir væntingum á Hlíðarenda, Thomsen vill vera áfram á Íslandi.

Ekki er öruggt að Elfar Freyr Helgason, miðvörður Breiðabliks verði áfram í herbúðum liðsins. Hann hefur mátt þola bekkjarsetu og gæti leitað að nýrri áskorun á sínum ferli. Einnig gæti hann skellt skónum í hilluna frægu.

Björn Daníel Sverrisson gæti komið heim úr atvinnumennsku og nafn hans er mest orðað við Val og FH.

Guðmann Þórisson fer frá KA að öllu óbreyttu, nafn hans hefur verið orðað við Breiðablik, FH, KR og HK á síðustu dögum.

Liðsfélagi Guðmanns hjá KA, Steinþór Freyr Þorsteinsson gæti einnig farið frá KA en hann er einn af þeim sem er orðaður við HK sem er komið í deild þeirra bestu.

Fjársterkir aðilar íhuga að koma að málunum hjá HK og hjálpa félaginu að styrkja sig nóg til að halda sæti sínu í Pepsi deildinni.

FH íhugar að láta Gunnar Nielsen fara, hann ku vera ansi dýr og ekki staðið undir væntingum. Kristijan Jajalo, markvörður Grindavíkur er orðaður við FH.

Erlendu leikmenn Grindavíkur skoða allir að fara frá félaginu, fjárhagslegar erfiðleikar félagsins eru sagðir spila þar stórt hlutverk.

Brynjar Ásgeir Guðmundsson varnarmaður Grindavíkur gæti haldið aftur heim á leið í FH en fleiri lið hafa sýnt honum áhuga.

Arnþór Ingi Kristinsson miðjumaður Víkings er orðaður við uppeldisfélag sitt ÍA, samningur hans er á enda í Víkinni og ætlar hann að skoða sín mál.

Guðjón Pétur Lýðsson, miðjumaður Vals er samningslaus og fer líklega. KR hefur áfram áhuga en KA, Breiðablik og Víkingur eru einnig nefnd til sögunnar.

Viktor Jónsson framherji Þróttar hefur verið magnaður í sumar, hann hefur áhuga á að reyna fyrir sér í Pepsi deildinni.

Þorri Geir Rúnarsson gæti leitað á ný mið, hann hefur fengið minni spiltíma í sumar hjá Stjörnunni en hann hafði vonast eftir.

Talsverðar líkur eru á að Bjarni Þór Viðarsson miðjumaður FH leggi skóna á hilluna, hann hefur ekkert spilað í sumar vegna meiðsla.

Sömu sögu er að segja af Atla Guðnasyni og Atla Viðari Björnssyni en þeir skoða báðir hvort rétt sé að setja skóna í hilluna frægu.

Cédric D’Ulivo, Rennico Clarke, Robert David Crawford og Zeiko Troy Jahmiko Lewis eru allir samningslausir hjá FH og gætu farið annað.

Kaj Leo í Bartalsstovu kantmaður ÍBV er orðaður við lið í bænum, hann hefur verið einn besti maður liðsins síðustu tvö ár.

Birnir Snær Ingason kantmaður Fjölnis er mjög eftirsóttur, Breiðablik, FH, Valur og HK hafa öll áhuga á honum.

Bergsveinn Ólafsson, Guðmundur Karl Guðmundsson, Ægir Jarl Jónasson og Þórir Guðjónsson myndu allir vilja fara í Pepsi deildina ef Fjölnir fellur úr deildinni.

Sebastian Starke Hedlund gæti farið frá Val og ef svo fer þá mun félagið leita sér að miðverði. Valur hefur einnig áhuga á að bæta miðjumanni og öflugum sóknarmanni við hóp sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Í gær

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Í gær

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði