fbpx
433Sport

Dramatík er Grindavík og Stjarnan skildu jöfn – FH tókst ekki að sigra

Victor Pálsson
Sunnudaginn 19. ágúst 2018 19:53

Það var boðið upp á veislu í Grindavík í kvöld er heimamenn fengu Stjörnuna í heimsókn.

Grindavík komst yfir í dag með marki á 40. mínútu en Aron Jóhannsson gerði þar eina mark fyrri hálfleiks.

Snemma í þeim síðari jöfnuðu Stjörnumenn er Hilmar Árni Halldórsson átti þrumuskot úr aukaspyrnu sem fór í stöngina og í bakið á Kristijan Jajalo og í netið.

Guðjón Baldvinsson virtist svo vera að tryggja Stjörnunni sigur á 86. mínútu leiksins er hann skoraði eftir laglega skyndisókn.

Bandaríkjamaðurinn Will Daniels var hins vegar á öðru máli og jafnaði metin fyrir Grindavík í uppbótartíma og lokastaðan, 2-2.

Fylkir og FH áttust við á sama tíma á Floridana vellinum en þeim leik lauk með 1-1 jafntefli.

Cedric D’Ulivo kom FH yfir á 32. mínútu leiksins í kvöld áður en Valdimar Þór Ingimundarson jafnaði metin fyrir Fylki snemma í síðari hálfleik.

Grindavík 2-2 Stjarnan
1-0 Aron Jóhannsson(40′)
1-1 Kristijan Jajalo(sjálfsmark, 57′)
1-2 Guðjón Baldvinsson(86′)
2-2 William Daniels(90′)

Fylkir 1-1 FH
0-1 Cedric D’Ulivo(32′)
1-1 Valdimar Þór Ingimundarson(47′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Drengirnir eru fundnir

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 3 dögum

Valur skoraði fjögur á tíu mínútum og vann magnaðan sigur – Pedersen markahæstur

Valur skoraði fjögur á tíu mínútum og vann magnaðan sigur – Pedersen markahæstur
433Sport
Fyrir 3 dögum

Plús og mínus – ,,Skil það vel að hann hafi brjálast“

Plús og mínus – ,,Skil það vel að hann hafi brjálast“
433Sport
Fyrir 4 dögum

,,Biluð frammistaða frá 43 ára gömlum leikmanni“

,,Biluð frammistaða frá 43 ára gömlum leikmanni“
433Sport
Fyrir 4 dögum

Einkunnir úr úrslitaleik Stjörnunnar og Breiðabliks – Markmennirnir frábærir

Einkunnir úr úrslitaleik Stjörnunnar og Breiðabliks – Markmennirnir frábærir