fbpx
433Sport

Fyrrum leikmaður United hraunar yfir Pogba – ,,Hann er algjör martröð“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 16. ágúst 2018 19:30

Paul Pogba, leikmaður Manchester United, hefur verið á milli tannanna á fólki undanfarið en hann er sagður vilja komast burt.

Pogba hefur vakið athygli fjölmiðla bæði fyrir Instagram færslu sem hann birti eftir 2-1 sigur á Leicester og ummæli sem hann lét falla á dögunum.

Pogba sagðist þar ekki mega segja allt sem hann vildi því ef hann gerði það þá yrði honum refsað af félaginu.

Paul Ince, fyrrum leikmaður United, segir að það sé algjör martröð fyrir Jose Mourinho að vinna með Pogba þessa dagana.

,,Síðan hann kom aftur þá hefur hann verið algjör martröð,“ sagði Ince um leikmanninn.

,,Sem leikmaður, sama þótt þú sért ánægður eða ekki þá áttu að haga þér á ákveðinn hátt.“

,,Ef hann væri í svona litlum metum hjá Jose þá efast ég um að hann myndi gefa honum fyrirliðabandið.“

,,Hann átti frábæran leik og sýndi frammistöðu fyrirliða en enginn er að tala um það því það er talað um það sem gerist utan vallar.“

,,Ég veit ekki af hverju hann er að tala við fjölmiðla og sýna félaginu óvirðingu. Hann brást sjálfum sér.“

,,Hann þarf að tala um liðið og frammistöðuna, frekar en um sjálfan sig. Ef hann er svona ákveðinn í því að fara þá ætti hann að gera það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Eignaðist þrjú börn með þremur konum á sex vikum

Eignaðist þrjú börn með þremur konum á sex vikum
433Sport
Í gær

Gunnar Heiðar leggur skóna á hilluna – ,,Kóngurinn kveður“

Gunnar Heiðar leggur skóna á hilluna – ,,Kóngurinn kveður“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Taktu prófið: Hversu vel þekkir þú íslenska landsliðsmenn?

Taktu prófið: Hversu vel þekkir þú íslenska landsliðsmenn?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Zidane talaði nánast aldrei við Bale

Zidane talaði nánast aldrei við Bale
433Sport
Fyrir 3 dögum

Taktu prófið: Hversu vel ertu að þér í ártölum?

Taktu prófið: Hversu vel ertu að þér í ártölum?
433Sport
Fyrir 3 dögum

Milner með frábært grín – Vill vera alveg eins og liðsfélagi sinn

Milner með frábært grín – Vill vera alveg eins og liðsfélagi sinn
433Sport
Fyrir 4 dögum

Sjáðu Ronaldo gráta eftir að hafa fengið beint rautt spjald

Sjáðu Ronaldo gráta eftir að hafa fengið beint rautt spjald
433Sport
Fyrir 4 dögum

Þjálfari Hugins tjáir sig um vallarmálið: Við mættum á réttan völl – Eiga jafn mikið skilið að fá dæmdan sigur

Þjálfari Hugins tjáir sig um vallarmálið: Við mættum á réttan völl – Eiga jafn mikið skilið að fá dæmdan sigur