fbpx
Mánudagur 18.febrúar 2019
433Sport

Fyrrum leikmaður United hraunar yfir Pogba – ,,Hann er algjör martröð“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 16. ágúst 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Pogba, leikmaður Manchester United, hefur verið á milli tannanna á fólki undanfarið en hann er sagður vilja komast burt.

Pogba hefur vakið athygli fjölmiðla bæði fyrir Instagram færslu sem hann birti eftir 2-1 sigur á Leicester og ummæli sem hann lét falla á dögunum.

Pogba sagðist þar ekki mega segja allt sem hann vildi því ef hann gerði það þá yrði honum refsað af félaginu.

Paul Ince, fyrrum leikmaður United, segir að það sé algjör martröð fyrir Jose Mourinho að vinna með Pogba þessa dagana.

,,Síðan hann kom aftur þá hefur hann verið algjör martröð,“ sagði Ince um leikmanninn.

,,Sem leikmaður, sama þótt þú sért ánægður eða ekki þá áttu að haga þér á ákveðinn hátt.“

,,Ef hann væri í svona litlum metum hjá Jose þá efast ég um að hann myndi gefa honum fyrirliðabandið.“

,,Hann átti frábæran leik og sýndi frammistöðu fyrirliða en enginn er að tala um það því það er talað um það sem gerist utan vallar.“

,,Ég veit ekki af hverju hann er að tala við fjölmiðla og sýna félaginu óvirðingu. Hann brást sjálfum sér.“

,,Hann þarf að tala um liðið og frammistöðuna, frekar en um sjálfan sig. Ef hann er svona ákveðinn í því að fara þá ætti hann að gera það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 dögum

Arnar var hræddur og þorði ekki að fara: ,,Hættu þessu væli og drullaðu þér út!“

Arnar var hræddur og þorði ekki að fara: ,,Hættu þessu væli og drullaðu þér út!“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ást á ensku tuðrusparki: Þetta eru liðin sem íslenskir íþróttafréttamenn styðja

Ást á ensku tuðrusparki: Þetta eru liðin sem íslenskir íþróttafréttamenn styðja
433Sport
Fyrir 3 dögum

Sturluð upphæð sem Mourinho hefur þénað fyrir það að vera rekinn

Sturluð upphæð sem Mourinho hefur þénað fyrir það að vera rekinn
433Sport
Fyrir 3 dögum

Sjáðu þegar Svíar „réðust“ á Hazard

Sjáðu þegar Svíar „réðust“ á Hazard