fbpx
Þriðjudagur 19.febrúar 2019
433Sport

Stuðningsmennirnir vildu ekki sjá svartan leikmann – Félagið hætti við kaupin

Victor Pálsson
Föstudaginn 20. júlí 2018 21:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lið Torpedo Moscow í Rússlandi hefur hætt við að kaupa varnarmanninn Erving Botaka-Yoboma.

Botaka-Yoboma er svartur á hörund, eitthvað sem stuðningsmönnum Torpedo líkar alls ekki við.

Eftir að tilkynnt var um komu leikmannsins urðu stuðningsmenn æfir og mótmæltu þessum kaupum harkalega.

,,Það eru aðeins hvítir menn í okkar stuðningsmannahóp,“ var hluti af því sem stuðningsmannahópurinn Zapad-5 Ultras hafði að segja.

Kaupin voru nánast gengin í gegn er félagið fékk þessi skilaboð frá stuðningsmönnum félagsins og hefur nú verið hætt við skipti leikmannsins.

Í tilkynningu Torpedo kemur fram að hætt hafi verið við vegna upphæða sem félagið þyrfti að borga hans fyrrum félagi, Lokomotiv-Kazanka Moscow.

Þessi 19 ára gamli strákur hefur fengið ljót skilaboð eftir að tilkynnt var um skipti hans en hann er fæddur og uppalinn í Rússlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Danski brjálæðingurinn fékk kast á æfingu og Ronaldo missti tönn

Danski brjálæðingurinn fékk kast á æfingu og Ronaldo missti tönn
433Sport
Í gær

Umdeildasta atvik í sögu VAR? – Þetta gerðist á Ítalíu í dag

Umdeildasta atvik í sögu VAR? – Þetta gerðist á Ítalíu í dag
433Sport
Í gær

Reyndu að gera lítið úr einstöku afreki Arnars: ,,Nei, þetta var frábær árangur og ég er stoltur af honum“

Reyndu að gera lítið úr einstöku afreki Arnars: ,,Nei, þetta var frábær árangur og ég er stoltur af honum“
433Sport
Í gær

Segir Bale að sýna virðingu – Hefur ekki gert þetta í sex ár

Segir Bale að sýna virðingu – Hefur ekki gert þetta í sex ár
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum framkvæmdarstjóri KSÍ gagnrýnir Söru Björk: ,,Helst var það óhróður gagnvart Geir“

Fyrrum framkvæmdarstjóri KSÍ gagnrýnir Söru Björk: ,,Helst var það óhróður gagnvart Geir“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Var einn efnilegasti leikmaður Englands en segist vera fórnarlamb: ,,Getið ímyndað ykkur hvað hefði gerst“

Var einn efnilegasti leikmaður Englands en segist vera fórnarlamb: ,,Getið ímyndað ykkur hvað hefði gerst“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur Victor fékk refsingu fyrir að brjóta á Rúrik

Guðlaugur Victor fékk refsingu fyrir að brjóta á Rúrik
433Sport
Fyrir 3 dögum

90 mínútur með Arnari Gunnlaugssyni: Tvíburi, barnastjarna, mögnuð afrek og hroki

90 mínútur með Arnari Gunnlaugssyni: Tvíburi, barnastjarna, mögnuð afrek og hroki