fbpx
433Sport

,,Flautusjúkur dómari fær falleinkunn“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 18. júlí 2018 19:50

Valur er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 3-2 tap samanlagt gegn norska liðinu Rosenborg.

Valur vann fyrri leikinn 1-0 heima á Íslandi en Rosenborg vann svo seinni leikinn 3-1 í kvöld.

Þar var dómarinn í aðalhlutverki en hann dæmdi þrjár vítaspyrnur. Það má segja að það hafi allt verið rangur dómur.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Valsmenn gáfu Rosenborg lítið eftir í fyrri hálfleik. Komust í ákjósanlegar stöður en virkuðu stressaðir fram á við.

Það alls engin skömm af því að tapa 3-2 fyrir Rosenborg samanlagt. Risastórt lið sem hefur margoft komist í Meistaradeildina.

Valsmenn eiga enn möguleika í Evrópukeppni. Fara í Evrópudeildina eftir tapið, eiga meiri möguleika þar.

Ég ætla að fara svo langt og segja að Valur sé alls ekkert mikið verra lið en Rosenborg. Gáfu þeim klárlega leik, tvisvar.

Mínus:

Vörn Valsara var svolítið ‘shaky’ í síðari hálfleik. Voru mjög agaðir í fyrri hálfleik en misstu haus eftir fyrri hálfleik fannst mér.

Rosenborg átti ekki að fá vítaspyrnu. Hvað á Haukur Páll að gera? Fékk boltann í hönd innan vítateigs en hún var alveg upp við líkamann. Aldrei vítaspyrna.

Þessi dómari fær FALLEINKUNN. Var algjörlega ömurlegur í þessum leik. Þrjár vítaspyrnur sem voru einfaldlega ekki víti.

Önnur vítaspyrna Rosenborg var einnig gríðarlega umdeild. Nicklas Bendtner steig á punktinn og skoraði eftir að hendi hafði verið dæmd á Bjarna Ólaf Eiríksson.

Valur átti heldur ekki að fá vítaspyrnu. Boltinn fór í andlitið á leikmanni Rosenborg en hendi dæmd. Gjörsamlega flautusjúkur þessi dómari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 dögum

Gylfa hrósað í hástert: Í öðru sæti yfir þá sem hafa bætt sig mest – ,,Everton fær mikið fyrir peninginn“

Gylfa hrósað í hástert: Í öðru sæti yfir þá sem hafa bætt sig mest – ,,Everton fær mikið fyrir peninginn“
433Sport
Fyrir 2 dögum

,,Ég vona að þú fáir hvítblæði og að þér verði nauðgað til dauða“

,,Ég vona að þú fáir hvítblæði og að þér verði nauðgað til dauða“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Varð fyrir kynþáttaníði, keyrði fullur og pissaði í lögreglubílnum – Allt sama kvöldið

Varð fyrir kynþáttaníði, keyrði fullur og pissaði í lögreglubílnum – Allt sama kvöldið
433Sport
Fyrir 3 dögum

Segir að landsliðsmenn séu farnir að vera hræddir – ,,Menn eru komnir undir skel og farnir að tala um að þetta sé gott“

Segir að landsliðsmenn séu farnir að vera hræddir – ,,Menn eru komnir undir skel og farnir að tala um að þetta sé gott“
433Sport
Fyrir 4 dögum

Messi heldur risastórt kynlífspartý fyrir lesbíur

Messi heldur risastórt kynlífspartý fyrir lesbíur
433Sport
Fyrir 4 dögum

Þessir leikmenn landsliðsins eru í öðrum gæðaflokki að mati Gumma Ben – ,,Truflar mig ekki neitt þegar sonurinn spilar“

Þessir leikmenn landsliðsins eru í öðrum gæðaflokki að mati Gumma Ben – ,,Truflar mig ekki neitt þegar sonurinn spilar“
433Sport
Fyrir 4 dögum

Það sem þjóðin hafði að segja um leikinn gegn Sviss – ,,Ef einhver á skilið að falla þá er það þetta sænska rusl“

Það sem þjóðin hafði að segja um leikinn gegn Sviss – ,,Ef einhver á skilið að falla þá er það þetta sænska rusl“
433Sport
Fyrir 4 dögum

Plús og mínus – ,,Hvar var þetta lið fyrstu 80 mínúturnar?“

Plús og mínus – ,,Hvar var þetta lið fyrstu 80 mínúturnar?“