433Sport

Heimir útskýrir af hverju hann hætti með landsliðið – ,,Hljómar eins og besta starf í heimi“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 17. júlí 2018 11:59

Heimir Hallgrímsson hefur ákveðið að hann muni ekki halda áfram með íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu.

Heimir hefur undanfarin sjö ár verið partur af landsliðinu og verið aðalþjálfari síðustu fimm árin.

Heimir útskýrði það á blaðamannafundi í dag af hverju hann hefði ákveðið að stíga til hliðar þrátt fyrir mjög gott samstarf.

,,Af hverju ertu að hætta ef allt er svona frábært? Það hljómar eins og þetta sé besta starf í heimi, ég er með stuðningsmennina í liði, fjölmiðlamenn eru með okkur í liði,“ sagði Heimir.

,,Ég lít á þetta þannig að sjö ár eru langur tími, sérstaklega þegar þú ert að vinna í jafn fastheldnu umhverfi og við höfum verið að vinna í núna.“

,,Ef ég væri áfram þá myndi ég sennilega halda áfram með sömu áherslur. Það kemur þreyta í allt samstarf.“

,,Það er líka hollt fyrir hópinn í þessu fastmóta umhverfi að fá nýja rödd og nýja sýn og einhvern sem hrisstir upp í hlutunum. Það er ástæðan fyrir því að það sé gott fyrir mig og liðið að stíga til hliðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir United hafa losað sig við leikmann sem er ‘betri en Vardy’

Segir United hafa losað sig við leikmann sem er ‘betri en Vardy’
433Sport
Fyrir 2 dögum

Samband Pogba og Mourinho sagt vera í molum – Allt í gegnum umboðsmanninn

Samband Pogba og Mourinho sagt vera í molum – Allt í gegnum umboðsmanninn
433Sport
Fyrir 4 dögum

Aðeins einn leikmaður sem gat tekið við af Gerrard

Aðeins einn leikmaður sem gat tekið við af Gerrard
433Sport
Fyrir 4 dögum

Neville líkir Van Dijk við fyrrum samherja sinn hjá United

Neville líkir Van Dijk við fyrrum samherja sinn hjá United
433Sport
Fyrir 6 dögum

Liverpool valtaði yfir West Ham – Jafnt hjá Jóa Berg

Liverpool valtaði yfir West Ham – Jafnt hjá Jóa Berg
433Sport
Fyrir 6 dögum

Byrjunarlið Arsenal og Manchester City – Cech í markinu

Byrjunarlið Arsenal og Manchester City – Cech í markinu