fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Tíu verstu kaupin sem voru gerð eftir HM – Stoppaði á Englandi í eina viku

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 17. júlí 2018 21:08

Kleberson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mjög algengt að leikmenn færi sig til í starfi eftir keppni á stórmótum á borð við HM og EM.

Margir leikmenn sem spiluðu á HM í Rússlandi í sumar eru að semja við ný lið eftir að hafa vakið athygli í keppninni.

Það gengur þó alls ekki alltaf upp og sumir leikmenn standa sig best á stóra sviðinu með landsliði frekar en félagsliði.

Í kjölfarið birtum við skemmtilegan lista þar sem skoðað er tíu kaup sem voru gerð eftir HM en gengu alls ekki upp.

Listann má sjá hér fyrir neðan.

Kleberson (Atletico Paranaense til Manchester United)

Kleberson stóð alls ekki undir væntingum hjá United. Var partur af HM liðið Brasilíu árið 2002 og var keyptur til United ári seinna. Hann yfirgaf England fyrir Besiktas árið 2005.

Denilson (Sao Paolo til Real Betis)

Denilson var mikilvægur fyrir landslið Brasilíu á HM 1998 er liðið komst alla leið í úrslit. Varð dýrasti leikmaður heims er hann var keyptur til Betis fyrir 21,5 milljónir punda. Fékk nóg að spila hjá Betis en ferill hans fór fljótt niður á við og samdi hann við Bordeaux á frjálsri sölu árið 2005.

El Hadji Diouf (Lens til Liverpool)

Diouf spilaði stórt hlutverk fyrir landslið Senegals árið 2002. Var klárlega með hæfileikana en hausinn var ekki alltaf skrúfaður rétt á. Diouf var hjá Liverpool í þrjú tímabil og spilaði 55 deildarleiki áður en hann fór til Bolton.

James Rodriguez (Monaco til Real Madrid)

Rodriguez er frábær leikmaður og hann hefur sannað það á ferlinum. Var keyptur eftir HM 2014 til Real en náði aldrei að stimpla sig almennilega inn og var lánaður til Bayern Munchen á síðustu leiktíð. Hann kostaði Real 60 milljónir punda.

Andreas Isaksson (Rennes til Manchester City)

Sænski markvörðurinn vakti athygli á HM 2006 og var keyptur fyrir tvær milljónir punda til City. Isaksson var þó mikið meiddur á Englandi og spilaði í 8-1 tapi gegn Middlesbrough áður en hann var seldur til PSV tveimur árum eftir að hafa samið við City.

Salif Diao (Sedan til Liverpool)

Diao kom til Liverpool ásamt félaga sínum í Senegal, Diouf. Diao kostaði Liverpool fimm milljónir punda en átti aldrei möguleika eftir komu Rafael Benitez til Liverpool árið 2004.

Stephane Guivarc’h (Auxerre til Newcastle)

Guivarc’h vann HM með Frökkum árið 1998 og vakti athygli stærri liða. Hann var á endanum keyptur til Newcastle. Það gekk ekkert upp hjá framherjanum á St. James’ Park en hann spilaði aðeins fjóra leiki og skoraði eitt mark. Hann fór til Rangers ári síðar.

Asamoah Gyan (Rennes til Sunderland)

Gyan var ein af hetjum Gana á HM 2010 er liðið náði frábærum árangri og komst í 8-liða úrslit. Var keyptur á metfé til Sunderland en honum leið ekki vel á Englandi og vildi fljótt fara annað. Gyan bað um sölu árið 2012 eftir að hafa skorað 10 mörk í 34 deildarleikjum og varð að ósk sinni.

Robert Jarni (Real Betis til Real Madrid)

Saga Jarni er áhugaverð en Coventry tryggði sér undirskrift hans eftir góða frammistöðu með Króatíu á HM 1998. Real Madrid kom þá til sögunnar og keypti Jarni á 3,4 milljónir punda en hann stoppaði aðeins á Englandi í eina viku. Coventry hafði borgað 2,6 milljónir punda fyrir bakvörðinn. Jarni gat ekkert hjá Real Madrid og samdi við Las Palmas ári seinna. Talið er að Coventry hafi hjálpað Real en Betis vildi ekki selja leikmanninn til keppinauta sinna.

Divock Origi (Lille til Liverpool)

Talað var um Origi sem næstu vonarstjörnu Belga en hann spilaði með Belgum á HM 2014 aðeins 19 ára gamall. Liverpool var ekki lengi að tryggja sér leikmanninn frá Lille en tækifærin hafa verið fá á Anfield. Hann var lánaður til Wolfsburg á síðustu leiktíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Væri enn bestur í deildinni 80 ára gamall

Væri enn bestur í deildinni 80 ára gamall
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta