433Sport

Dramatík er Blikar unnu Fjölni – Markasúpa í Egilshöll

Victor Pálsson
Mánudaginn 16. júlí 2018 21:10

Breiðablik er nú aðeins þremur stigum frá toppliðum Vals og Stjörnunnar eftir sigur á Fjölni í Pepsi-deild karla í kvöld.

Oliver Sigurjónsson reyndist hetja Blika í kvöld en hann skoraði sigurmark liðsins í 2-1 sigri beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma.

Thomas Mikkelsen hafði komið Blikum yfir í fyrri hálfleik áður en Birnir Snær Ingason jafnaði fyrir Fjölni.

KR vann góðan sigur í Egilshöll á sama tíma er liðið mætti Fylki sem hefur verið í basli undanfarið.

KR skoraði heil fimm mörk gegn Fylki en Árbæingar gerðu tvö og höfðu þeir svarthvítu betur 5-2.

Breiðablik 2-1 Fjölnir
1-0 Thomas Mikkelsen(14′)
1-1 Birnir Snær Ingason(82′)
2-1 Oliver Sigurjónsson(91′)

Fylkir 2-5 KR
0-1 Pálmi Rafn Pálmason(6′)
0-2 Andre Bjerregaard(7′)
1-2 Daði Ólafsson(15′)
1-3 Andre Bjerregaard(22′)
1-4 Pálmi Rafn Pálmason(víti, 29′)
2-4 Ásgeir Eyþórsson(86′)
2-5 Kennie Chopart(90′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir United hafa losað sig við leikmann sem er ‘betri en Vardy’

Segir United hafa losað sig við leikmann sem er ‘betri en Vardy’
433Sport
Fyrir 2 dögum

Samband Pogba og Mourinho sagt vera í molum – Allt í gegnum umboðsmanninn

Samband Pogba og Mourinho sagt vera í molum – Allt í gegnum umboðsmanninn
433Sport
Fyrir 4 dögum

Aðeins einn leikmaður sem gat tekið við af Gerrard

Aðeins einn leikmaður sem gat tekið við af Gerrard
433Sport
Fyrir 4 dögum

Neville líkir Van Dijk við fyrrum samherja sinn hjá United

Neville líkir Van Dijk við fyrrum samherja sinn hjá United
433Sport
Fyrir 6 dögum

Liverpool valtaði yfir West Ham – Jafnt hjá Jóa Berg

Liverpool valtaði yfir West Ham – Jafnt hjá Jóa Berg
433Sport
Fyrir 6 dögum

Byrjunarlið Arsenal og Manchester City – Cech í markinu

Byrjunarlið Arsenal og Manchester City – Cech í markinu