fbpx
433Sport

Fékk nóg af sólinni í Noregi og mætti til Íslands á æfingar

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 11. júlí 2018 16:00

Orri Sigurður Ómarsson var frábær með liði Vals í fyrra sem tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn örugglega.

Orri var í kjölfarið keyptur til Sarpsborg í Noregi áður en hann var lánaður til HamKam þar sem hann fékk reglulega að spila.

Orri fékk tveggja vikna frí í Noregi á dögunum en hann kaus að koma til Íslands og æfði með Valsmönnum sem undirbúa sig nú fyrir leik gegn Rosenborg í kvöld.

,,Ég er hér í sumarfríi. Ég hef engan tíma til að vera í einhverju fríi þannig ég fékk að mæta hérna og æfa í þessar tvær vikur sem þeir kalla sumarfrí,“ sagði Orri.

,,Sólin hefur farið ágætlega í mig hérna. Ég fæ svo mikið af henni í Noregi, ég vissi alveg að ég væri ekki að koma hingað í eitthvað sólbað. Mér líður best í svona veðri.“

,,Strákarnir hafa ekki saknað mín neitt! Þeir eru á nákvæmlega sama stað og í fyrra, auðvitað er ég ánægður að þeim gangi vel og ég horfi á alla leiki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Drengirnir eru fundnir

Ekki missa af

Drengirnir eru fundnir
433Sport
Fyrir 3 dögum

Valur skoraði fjögur á tíu mínútum og vann magnaðan sigur – Pedersen markahæstur

Valur skoraði fjögur á tíu mínútum og vann magnaðan sigur – Pedersen markahæstur
433Sport
Fyrir 3 dögum

Plús og mínus – ,,Skil það vel að hann hafi brjálast“

Plús og mínus – ,,Skil það vel að hann hafi brjálast“
433Sport
Fyrir 4 dögum

,,Biluð frammistaða frá 43 ára gömlum leikmanni“

,,Biluð frammistaða frá 43 ára gömlum leikmanni“
433Sport
Fyrir 4 dögum

Einkunnir úr úrslitaleik Stjörnunnar og Breiðabliks – Markmennirnir frábærir

Einkunnir úr úrslitaleik Stjörnunnar og Breiðabliks – Markmennirnir frábærir