433Sport

Fékk nóg af sólinni í Noregi og mætti til Íslands á æfingar

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 11. júlí 2018 16:00

Orri Sigurður Ómarsson var frábær með liði Vals í fyrra sem tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn örugglega.

Orri var í kjölfarið keyptur til Sarpsborg í Noregi áður en hann var lánaður til HamKam þar sem hann fékk reglulega að spila.

Orri fékk tveggja vikna frí í Noregi á dögunum en hann kaus að koma til Íslands og æfði með Valsmönnum sem undirbúa sig nú fyrir leik gegn Rosenborg í kvöld.

,,Ég er hér í sumarfríi. Ég hef engan tíma til að vera í einhverju fríi þannig ég fékk að mæta hérna og æfa í þessar tvær vikur sem þeir kalla sumarfrí,“ sagði Orri.

,,Sólin hefur farið ágætlega í mig hérna. Ég fæ svo mikið af henni í Noregi, ég vissi alveg að ég væri ekki að koma hingað í eitthvað sólbað. Mér líður best í svona veðri.“

,,Strákarnir hafa ekki saknað mín neitt! Þeir eru á nákvæmlega sama stað og í fyrra, auðvitað er ég ánægður að þeim gangi vel og ég horfi á alla leiki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Þegar Guðjón fór í hart við Grindavík: Skútan marraði bara í kafi – ,,Guðjón lýgur alveg hiklaust og það er alveg ömurlegt að horfa uppá það“

Þegar Guðjón fór í hart við Grindavík: Skútan marraði bara í kafi – ,,Guðjón lýgur alveg hiklaust og það er alveg ömurlegt að horfa uppá það“
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegan reikning Ronaldo fyrir áfengi á mánudag – Tók 15 mínútur

Sjáðu ótrúlegan reikning Ronaldo fyrir áfengi á mánudag – Tók 15 mínútur
433Sport
Í gær

Geggjaður Gylfi í liði ársins

Geggjaður Gylfi í liði ársins
433Sport
Í gær

Strippbúlluhneyksli KSÍ: Rukkað fyrir kampavín og klám – ,,Ég drekk ekki einu sinni kampavín“

Strippbúlluhneyksli KSÍ: Rukkað fyrir kampavín og klám – ,,Ég drekk ekki einu sinni kampavín“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kolbeinn missti góðan vin sinn og sendir honum fallega kveðju – ,,Þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu og hjá öllum þeim sem þekktu þitt gæðablóð“

Kolbeinn missti góðan vin sinn og sendir honum fallega kveðju – ,,Þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu og hjá öllum þeim sem þekktu þitt gæðablóð“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Leikmaður Bayern brjálaðist eftir umfjöllun blaðamanns – Reyndi að slá hann þrisvar

Leikmaður Bayern brjálaðist eftir umfjöllun blaðamanns – Reyndi að slá hann þrisvar
433Sport
Fyrir 3 dögum

Nokkuð þægilegt hjá City í grannaslagnum – Arsenal lenti í veseni

Nokkuð þægilegt hjá City í grannaslagnum – Arsenal lenti í veseni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Andri Rúnar í landsliðið – Jóhann Berg ekki með

Andri Rúnar í landsliðið – Jóhann Berg ekki með