433Sport

Einar Karl: Mikilvægt að þið hafið trú á okkur

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 11. júlí 2018 14:56

Valsmenn þurfa að eiga glimrandi leik í kvöld er liðið mætir stórliði Rosenborg í undankeppni Meistaradeildarinnar.

Það má búast við góðri mætingu er liðin eigast við á Origo-vellinum í kvöld en Rosenborg er stærsta félag Noregs.

Einar Karl Ingvarsson, leikmaður Vals, hefur fulla trú á verkefni kvöldsins og vonar að stemningin verði í hámarki á Hlíðarenda.

,,Þetta er stærsta deild í heimi, þetta er stóra sviðið. Ég held að það sé skemmtilegast að spila þessa leiki gegn erlendu liði og svo fara út á þeirra heimavöll og spila úti. Þetta eru mjög mikilvægir leikir fyrir okkur,“ sagði Einar.

,,Þetta er eins og hver annar leikur þess vegna þó að þetta sé aðeins öðruvísi. Við nálgumst þetta eins og hver annan leik.“

,,Það skiptir öllu máli að við fáum fulla stúku og fullan stuðning og að stuðningsmenn hafi trú á okkur eins og við höfum trú á okkur sjálfum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Gylfi er trúaður og hefur skoðun á íslenskri pólitík: ,,Ég fer með bænir á kvöldin“

Gylfi er trúaður og hefur skoðun á íslenskri pólitík: ,,Ég fer með bænir á kvöldin“
433Sport
Í gær

Pétur var brjálaður út í Grétar Rafn: Hélt að hann væri fimmti Bítilinn – ,,Þetta sýnir þvílíka heimsku“

Pétur var brjálaður út í Grétar Rafn: Hélt að hann væri fimmti Bítilinn – ,,Þetta sýnir þvílíka heimsku“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Mögnuð saga af Arnóri sem lék sinn fyrsta landsleik í kvöld – KSÍ vildi ekki sjá hann fyrir þremur árum

Mögnuð saga af Arnóri sem lék sinn fyrsta landsleik í kvöld – KSÍ vildi ekki sjá hann fyrir þremur árum
433Sport
Fyrir 3 dögum

Það sem þjóðin hafði að segja yfir landsleiknum – ,,Af hverju fær hann pening fyrir að spila fótbolta?“

Það sem þjóðin hafði að segja yfir landsleiknum – ,,Af hverju fær hann pening fyrir að spila fótbolta?“