fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Hvernig hefur Nígeríu gengið í síðustu leikjum? Ekki unnið í síðustu fimm

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 22. júní 2018 10:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nígeríska landsliðið mætir til leiks gegn Íslandi í Volgograd í dag með fjóra ósigra á bakinu í síðustu fimm leikjum. Síðasti sigurleikur þeirra kom þó gegn sterku liði Pólverja í vináttuleik í mars, 1-0.

Síðan þá hafa þeir spilað fimm leiki; fjóra vináttuleiki og svo leikinn gegn Króatíu sem tapaðist 2-0. Eftir sigurinn gegn Póllandi, sem stillti upp sterku liði, kom 2-0 tapleikur gegn Serbíu nokkrum dögum síðar.

Liðið gerði svo jafntefli gegn Kongó, 1-1, í vináttuleik í lok maí. Svo tapaði liðið gegn Englandi, 2-1 og svo gegn Tékklandi, 1-0, í æfingaleikjum fyrir HM.

Áður en að þessari fimm leikja hrinu án sigurs kom hafði nígeríska liðið verið á fínu róli, ef undan er skilinn 4-0 tapleikur gegn Marokkó í úrslitaleik Afríkukeppninnar í janúar. Ekki var um hina hefðbundnu Afríkukeppni að ræða þar sem lið máttu aðeins stilla upp leikmönnum sem spila í sínum heimalöndum. Nígería mætti því ekki með sitt sterkasta lið til keppni, ekki frekar en önnur lið.

Í nóvember í fyrra mættust Argentína og Nígería í vináttuleik og lauk þeim leik með 4-2 sigri Nígeríu. Leikurinn fór fram í Krasnodar í Rússlandi og stilltu bæði lið upp mjög sterkum liðum, þó Lionel Messi hafi vantað í argentínska liðið.

Nígería var í sterkum riðli í undankeppni HM í Afríku og vann sinn riðil sem Alsír, Sambía og Kamerún voru einnig í. Nígería vann riðilinn með talsverðum yfirburðum, fékk 13 stig og komst beint í lokakeppni HM. Eini tapleikur Nígeríu í riðlinum kom gegn Alsír en leiknum hafði reyndar lokið með 1-1 jafntefli. Alsíringum var dæmdur 3-0 sigur þar sem Nígeríumenn tefldu fram ólöglegum leikmanni í leiknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Í gær

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Í gær

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði