fbpx
433Sport

Ísland í virkilega góðri stöðu eftir leik kvöldsins

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 21. júní 2018 19:59

Íslenska landsliðið er í góðri stöðu í sínum riðli á HM í Rússlandi eftir úrslit kvöldsins.

Króatía og Argentína mættust í 2. umferð riðlakeppninnar og höfðu Króatar betur örugglega 3-0.

Argentína er nú aðeins með eitt stig eftir tvo leiki en liðið gerði jafntefli við Ísland í fyrsta leik.

Ef Ísland vinnur Nígeríu á morgun erum við í gríðarlega vænlegri stöðu fyrir lokaleikinn gegn Króatíu.

Ísland getur þá náð þriggja stiga forystu á Argentínu með sigri en markatala okkar manna er mun betri þessa stundina.

Argentína er með markatöluna -3 eftir tvo leiki og Nígería með markatöluna 0-2 sæti neðar.

Ísland er því í virkilega góðri stöðu með tvo leiki til góða á Argentínu og sigur á morgun myndi fara langleiðina með að tryggja okkur áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Eru of margar beinar útsendingar ástæða þess að fólk mætir mjög illa á Pepsi deildina?

Eru of margar beinar útsendingar ástæða þess að fólk mætir mjög illa á Pepsi deildina?
433Sport
Í gær

Jóhann Berg á meðal bestu leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar um helgina

Jóhann Berg á meðal bestu leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar um helgina
433Sport
Í gær

Fyrrum landsliðsmaður Englands lofsyngur Jóa Berg – ,,Sendi bakvörðinn á bekkinn“

Fyrrum landsliðsmaður Englands lofsyngur Jóa Berg – ,,Sendi bakvörðinn á bekkinn“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Taktu prófið: Hversu vel þekkir þú frægar kærustur knattspyrnumanna?

Taktu prófið: Hversu vel þekkir þú frægar kærustur knattspyrnumanna?
433Sport
Fyrir 4 dögum

Arnar Grétarsson er farið að klæja í puttana að þjálfa aftur – Á leið í UEFA Pro Licence

Arnar Grétarsson er farið að klæja í puttana að þjálfa aftur – Á leið í UEFA Pro Licence
433Sport
Fyrir 4 dögum

KSÍ eignast húh-ið – Hvað verður um Hugleik?

KSÍ eignast húh-ið – Hvað verður um Hugleik?