fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
433Sport

Heimir og Helgi hafa tekið næsta skref með liðið – ,,Eigum ekki að gleyma því sem Lagerback gerði“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 20. júní 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Rússlandi:

Hannes Þór Halldórsson og Alfreð Finnbogason sátu fyrir svörum í Rússlandi í dag á fréttamannafundi.

Hannes og Alfreð voru bestu menn Íslands í jafnteflinu gegn Argentínu í fyrsta leik á HM.

Þeir voru í dag spurðir um þau áhrif sem Lars Lagerback hafði á íslenskan fótbolta.

,,Lagerback gaf okkur rosalega mikið, kom á góðum tíma. Íslenskur fótbolti þurfti á honum að halda, manni með reynslur frá landsiðum. Við tókum mikið frá honum, hann gerði frábæra hluti. Við höfum tekið næsta skref eftir að hann fór, áhrif Lagerback eru þó enn til staðar,“
sagði Hannes um málið.

Alfreð tók í sama streng en sagði að Heimir Hallgrímsson og Helgi Kolviðsson hefðu tekið liðið á næsta stig.

,,Hann setti upp leikstíl sem við notum enn í dag, gerði margt frábært fyrir íslenskan fótbolta. Einbeiting núna er á þetta starfslið sem kom okkur á HM, þjálfararnir hafa tekið næsta skref. Við höfum fleiri útfærslur af leikkerfum, fleiri leikmenn sem geta tekið þátt og hafa meiri reynslu. Við eigum ekki að gleyma því hvað hann gerði en einbeitingin núna á HM, á að vera á liðið sem er hér núna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrsti maðurinn inn á Anfield? – Mætti á leik liðsins

Fyrsti maðurinn inn á Anfield? – Mætti á leik liðsins
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fernandes ekki viss hvað gerist næst – ,,Þarf að hugsa um mína framtíð“

Fernandes ekki viss hvað gerist næst – ,,Þarf að hugsa um mína framtíð“
433Sport
Í gær

Freyr hefur tvö sénsa til að reyna að bjarga liðinu frá falli – Allar líkur á að Alfreð og Gulli falli

Freyr hefur tvö sénsa til að reyna að bjarga liðinu frá falli – Allar líkur á að Alfreð og Gulli falli
433Sport
Í gær

301 mínúta frá því að Valur skoraði síðast úr opnum leik

301 mínúta frá því að Valur skoraði síðast úr opnum leik