433Sport

HM í uppnámi hjá Spánverjum: Landsliðsþjálfarinn rekinn tveimur dögum fyrir fyrsta leik

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 13. júní 2018 10:25

Spænska knattspyrnusambandið hefur rekið landsliðsþjálfarann Julen Lopetegui úr starfi. Þessi tíðindi koma mörgum í opna skjöldu enda eru aðeins tveir dagar í að Spánverjar spila sinn fyrsta leik á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu.

Frá þessu greinir Sky Sports.

Í gær vakti athygli þegar greint var frá því að Lopetegui myndi taka við Real Madrid að móti loknu. Hann hefði samþykkt þriggja ára samning við spænska stórveldið og myndi taka við starfinu af Zinedine Zidane. Á blaðamannafundi í morgun var tilkynnt að Lopetegui myndi ekki stýra Spánverjum á mótinu í Rússlandi.

Spánverjar eru af mörgum taldir sigurstranglegir á mótinu og spurning hvaða áhrif þessi ákvörðun spænska knattspyrnusambandsins hefur á liðið. Spánverjar eru í B-riðli með Portúgal, Marokkó og Íran. Þeir mæta Portúgal í stórleik riðilsins á föstudag.

Guillem Balague, sérfræðingur um spænska boltann, segir við Sky Sports að leikmenn spænska liðsins, þar á meðal fyrirliðinn Sergio Ramos, hafi gert allt til að Lopetegui yrði ekki rekinn en án árangurs. Fór það mjög illa í forsvarsmenn spænska knattspyrnusambandsins að Lopetegui hefði samið við Real Madrid án þess að upplýsa sambandið um gang mála.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu frábært aukaspyrnumark Ara í kvöld

Sjáðu frábært aukaspyrnumark Ara í kvöld
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Einn mikilvægasti leikmaður Liverpool í dag – Var nálægt því að fara til Stoke

Einn mikilvægasti leikmaður Liverpool í dag – Var nálægt því að fara til Stoke
433Sport
Í gær

Gylfi tók svefntöflu en sofnaði ekki: ,,Var ekki auðvelt að horfast í augu við þetta“

Gylfi tók svefntöflu en sofnaði ekki: ,,Var ekki auðvelt að horfast í augu við þetta“
433Sport
Í gær

Ræddi við vin sinn um Eið Smára og endaði á forsíðunni – ,,Við erum engir vinir en engir óvinir“

Ræddi við vin sinn um Eið Smára og endaði á forsíðunni – ,,Við erum engir vinir en engir óvinir“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Óli Jó vildi ekki fá Hörð til starfa – ,,Samband okkar hefur alltaf verið eldfimt“

Óli Jó vildi ekki fá Hörð til starfa – ,,Samband okkar hefur alltaf verið eldfimt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gylfi um bónorðið á Bahamas: Fraus þegar hann ætlaði að bera það upp – ,,Ég hef aldrei verið jafn stressaður á ævinni“

Gylfi um bónorðið á Bahamas: Fraus þegar hann ætlaði að bera það upp – ,,Ég hef aldrei verið jafn stressaður á ævinni“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Gylfi er trúaður og hefur skoðun á íslenskri pólitík: ,,Ég fer með bænir á kvöldin“

Gylfi er trúaður og hefur skoðun á íslenskri pólitík: ,,Ég fer með bænir á kvöldin“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Pétur var brjálaður út í Grétar Rafn: Hélt að hann væri fimmti Bítilinn – ,,Þetta sýnir þvílíka heimsku“

Pétur var brjálaður út í Grétar Rafn: Hélt að hann væri fimmti Bítilinn – ,,Þetta sýnir þvílíka heimsku“