fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

HM í uppnámi hjá Spánverjum: Landsliðsþjálfarinn rekinn tveimur dögum fyrir fyrsta leik

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 13. júní 2018 10:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænska knattspyrnusambandið hefur rekið landsliðsþjálfarann Julen Lopetegui úr starfi. Þessi tíðindi koma mörgum í opna skjöldu enda eru aðeins tveir dagar í að Spánverjar spila sinn fyrsta leik á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu.

Frá þessu greinir Sky Sports.

Í gær vakti athygli þegar greint var frá því að Lopetegui myndi taka við Real Madrid að móti loknu. Hann hefði samþykkt þriggja ára samning við spænska stórveldið og myndi taka við starfinu af Zinedine Zidane. Á blaðamannafundi í morgun var tilkynnt að Lopetegui myndi ekki stýra Spánverjum á mótinu í Rússlandi.

Spánverjar eru af mörgum taldir sigurstranglegir á mótinu og spurning hvaða áhrif þessi ákvörðun spænska knattspyrnusambandsins hefur á liðið. Spánverjar eru í B-riðli með Portúgal, Marokkó og Íran. Þeir mæta Portúgal í stórleik riðilsins á föstudag.

Guillem Balague, sérfræðingur um spænska boltann, segir við Sky Sports að leikmenn spænska liðsins, þar á meðal fyrirliðinn Sergio Ramos, hafi gert allt til að Lopetegui yrði ekki rekinn en án árangurs. Fór það mjög illa í forsvarsmenn spænska knattspyrnusambandsins að Lopetegui hefði samið við Real Madrid án þess að upplýsa sambandið um gang mála.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Í gær

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Í gær

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton