433Sport

Hverjir vinna HM? Sjáðu hvað Shearer, Lineker, Lampard og Rio segja

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 13. júní 2018 16:00

Nú styttist óðfluga í fyrsta leik heimsmeistaramótsins í Rússlandi, en opnunarleikurinn er á milli Rússlands og Sádi-Arabíu á morgun. BBC fékk nokkra þekkta sparkspekinga þar í landi til að spá í spilin fyrir heimsmeistaramótið og leggja mat á það hvaða þjóð mun lyfta titlinum eftirsótta. Í þessum hópi eru meðal annars Gary Lineker, Alan Shearer, Rio Ferdinand og Frank Lampard og eru þeir ekki allir sammála um hvaða lið mun standa uppi sem sigurvegari.

Gary Lineker:

„Sagan segir okkur að það séu miklar líkur á að Evrópuþjóð lyfti titlinum þegar keppnin fer fram í Evrópu. Það eru líka sterkar Evrópuþjóðir með að þessu sinni. Þjóðverjar eru alltaf sterkir, Frakkar eru með frábæra leikmenn og eiga möguleika ef þeir spila sem lið. En ef ég þyrfti að velja eitt lið væri það Spánn. Þeir hafa frábæra breidd og eru tæknilega góðir, eins og alltaf. Fyrir utan þessi lið munu Brasilíumenn gera tilkall – en ég er ekki hrifinn af leikstíl þeirra, hann er full neikvæður fyrir minn smekk. Ég vona að þeir spili ekki með þrjá afturliggjandi miðjumenn eins og þeir hafa gert að undanförnu.“

Kevin Kilbane:

„Spánn, því þeir spila einfaldlega frábæran fótbolta. Bestu leikmenn þeirra eru vanir því að vinna stærstu keppnirnar með félagsliðum sínum.“

Alan Shearer:

„Ég ætla að segja að reynslan og hefðin muni vega þungt og því segi ég Brasilía. Ég á von á því að Gabriel Jesus blómstri á mótinu. Hann er ungur, ferskur og kraftmikill.“

Mark Lawrenson:

„Brasilíumenn munu leggja ríka áherslu á að koma þessu 7-1 tapi fyrir Þjóðverjum í undanúrslitunum 2014 í baksýnisspegilinn. Þeir hafa komið sterkir til baka áður. Þeir töpuðu illa í úrslitum 1998 en urðu svo heimsmeistarar 2002. Ronaldo skoraði tvö mörk í þeim úrslitaleik og ég sé fyrir mér að Neymar vilji spila sama leik í Rússlandi. Þeir hafa svo marga leikmenn sem geta gert útslagið og valdið varnarmönnum andstæðinganna vandræðum. Svo virðist þjálfarinn þeirra, Tite, geta náð því besta út úr þeim.“

Chris Sutton:

„Það er ekki hægt að útiloka Frakkana. Eins og venjulega verður þetta annað hvort í ökkla eða eyra hjá þeim – það er ekkert þar á milli. Þeir hafa frábæra leikmenn og ef þetta smellur hjá þeim þá veðja ég á þá.“

Frank Lampard:

„Frakkland og Belgía eru hugsanlega sterkustu liðin í keppninni ef litið er til gæða einstakra leikmanna. En ég held að Þjóðverjar verði meistarar vegna þess hversu sterkir þeir eru sem lið. Þeir hafa líka þessa sigurhefð sem er svo mikilvæg. Þeir mæta á mótið með það hugarfar að þeir séu að fara að vinna, á sama tíma efumst við (Englendingar) um að við getum unnið mótið.“

Rio Ferdinand:

„Ég held að það sé ekki neitt eitt lið sem hægt er að segja að sé sigurstranglegast. Frakkar hafa gæðin en ég hallast að þýska liðinu vegna reynslunnar.“

Alex Scott:

„Þjóðverjar hafa réttu blönduna af ungum og reynslumiklum leikmönnum sem hafa unnið þessa keppni áður. Þeir munu finna leið til að endurtaka leikinn frá 2014.“

Jermaine
 Jenas:

„Það mun koma mér á óvart ef Þjóðverjar verða ekki heimsmeistarar. Þeir sýndu breiddina sem þeir hafa þegar þeir unnu Álfukeppnina á síðasta ári með, það sem ég myndi kalla, B-liðinu sínu. Þegar kemur að lokakeppnum stórmóta hafa þeir alltaf sýnt mikinn stöðugleika.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu frábært aukaspyrnumark Ara í kvöld

Sjáðu frábært aukaspyrnumark Ara í kvöld
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Einn mikilvægasti leikmaður Liverpool í dag – Var nálægt því að fara til Stoke

Einn mikilvægasti leikmaður Liverpool í dag – Var nálægt því að fara til Stoke
433Sport
Í gær

Gylfi tók svefntöflu en sofnaði ekki: ,,Var ekki auðvelt að horfast í augu við þetta“

Gylfi tók svefntöflu en sofnaði ekki: ,,Var ekki auðvelt að horfast í augu við þetta“
433Sport
Í gær

Ræddi við vin sinn um Eið Smára og endaði á forsíðunni – ,,Við erum engir vinir en engir óvinir“

Ræddi við vin sinn um Eið Smára og endaði á forsíðunni – ,,Við erum engir vinir en engir óvinir“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Óli Jó vildi ekki fá Hörð til starfa – ,,Samband okkar hefur alltaf verið eldfimt“

Óli Jó vildi ekki fá Hörð til starfa – ,,Samband okkar hefur alltaf verið eldfimt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gylfi um bónorðið á Bahamas: Fraus þegar hann ætlaði að bera það upp – ,,Ég hef aldrei verið jafn stressaður á ævinni“

Gylfi um bónorðið á Bahamas: Fraus þegar hann ætlaði að bera það upp – ,,Ég hef aldrei verið jafn stressaður á ævinni“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Gylfi er trúaður og hefur skoðun á íslenskri pólitík: ,,Ég fer með bænir á kvöldin“

Gylfi er trúaður og hefur skoðun á íslenskri pólitík: ,,Ég fer með bænir á kvöldin“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Pétur var brjálaður út í Grétar Rafn: Hélt að hann væri fimmti Bítilinn – ,,Þetta sýnir þvílíka heimsku“

Pétur var brjálaður út í Grétar Rafn: Hélt að hann væri fimmti Bítilinn – ,,Þetta sýnir þvílíka heimsku“