fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

HM Skjárinn kemur með HM-stemninguna inn í Reykjanesbæ

433
Fimmtudaginn 31. maí 2018 18:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„UPS HM Skjárinn er verkefni sem ekki stóð til að gera en íbúar kölluðu eftir þessu og settu þrýsting á bæjaryfirvöld. En bærinn hafði ekki bolmagn til að standa að þessu og hefur um margt annað að hugsa. Við félagarnir ákváðum að kanna hvað við gætum gert en þetta hefði aldrei tekist nema með hjálp frábærra styrktaraðila, bæði einstaklinga og fyrirtækja,“ segir Sveinn Fannberg, einn aðstandenda UPS HM Skjásins sem settur verður upp fyrir framan ráðhúsið í Reykjanesbæ, rétt hjá frægri pulsusjoppu (Villa borgara ) í hjarta bæjarins.

Sveinn segir þörfina mikla og þrýstinginn á málið mikið vegna þess að mun færri komast á HM í Rússlandi en gátu farið á EM í Frakklandi 2016. En kostnaðurinn er mikill: „Þetta kostaði meira en við áttum von á, líklega um 2,5 milljónir í heildina, þ.e.a.s. skjárinn sjálfur, alls konar leyfi, svæðið og fleira.“

Stuðningur fyrirtækja og einstaklinga gerir þetta hins vegar mögulegt og Sveinn vonar að þeir félagar lendi réttum megin við núllið eftir ævintýrið þó að enginn sé að fara að græða á þessu og þetta sé ekki gert til að græða: „Nema það að bæjarbúar græða ógleymanlegar samverustundir og við græðum öll frábæra HM-stemningu hér í Reykjanesbæ. Verkefnið eykur samheldni hér á svæðinu og fólk og fyrirtæki sameinast um þetta.“

Fjölmargir aðilar hafa lagt hönd á plóginn: United Postal Service er aðalstyrktaraðilinn og HM Skjárinn ber upphafsstafi fyrirtækisins í heiti sínu: UPS HM Skjárinn. „Fyrirtækið Armar í Hafnarfirði hjálpar okkur með lyftuna undir skjáinn og Stólpi Gámar hjálpa okkur með sölutjöld og annað,“ segir Sveinn og bætir við að einstaklingar hafi sýnt ótrúlega mikinn stuðning, það eru dæmi um fólk hefur gefið 50.000 til verkefnisins.

Tólfan mætir og keyrir upp stemninguna

Bílabíó, rallýbílar og veitingar

 Stuðningssveitin Tólfan ætlar að mæta á einhverja leiki og keyra upp stemninguna. Margt fleira skemmtilegt verður í boði. „Þetta verður ekki bara fótbolti, til dæmis verður hérna bílabíó einhver kvöldin, þar sem fólk getur lagt bílunum sínum fyrir framan skjáinn og horft á skemmtilegar bíómyndir,“ segir Sveinn.

„Fyrir Argentínuleikinn kemur akstursíþróttafélagið hér á svæðinu og leggur bílunum sínum á planið þar sem fólk getur fengið að skoða þá. Rallýið þeirra er nefnilega að byrja helgina eftir fyrsta leik.“

Einstaklega ódýr bjór verður í boði eða aðeins 500 kr. hálfur lítri. Veitingasala verður á staðnum sem stelpurnar og aðstandendur kvennaliðs Keflavíkur sjá um, meðal annars verða pitsur frá Dominos.

Vinnum Argentínu 2-1

 Sem vænta má hlakkar Sveinn mikið til  HM og hann á von á frábærri stemningu í hjarta Reykjanesbæjar þegar fólk safnast saman til að fylgjast með fyrsta leiknum sem er gegn Argentínu:

„Við vinnum Argentínu 2-1. Argentínumennirnir fylkja sér allir á bak við Messi, svo þegar ekkert er búið að gerast í leiknum eftir hálftíma þá fara þeir að örvænta því pressan er öll á þeim. Við erum með gott lið sem er vanmetið af öllum alveg eins og á EM 2016.“

HM-fánarnir vinsælir

 „Við ætluðum bara að flagga þessum fánum á svæðinu í kringum HM Skjáinn en fólk fór að spyrjast fyrir um þetta og vildi eignast svona fána, þannig að við létum framleiða fleiri,“ segir Sveinn um forláta HM fána sem nú er hægt að kaupa og festa á fánastöng. Bæði er um að ræða fána sem hægt er að festa á venjulega fánastöng en einnig fána sem hægt er að smella á bílglugga. Til að nálgast fánana er best að senda pöntun á netfangið hmfani@gmail.com eða fyrirspurn á Facbook-síðunni Hm fánar. Síðan er vert að nefna hér í lokin vefsíðuna hmskjarinn.com og Facebook-síðum HM Skjárinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Í gær

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Í gær

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði