fbpx
Fimmtudagur 17.janúar 2019
433Sport

Sérfræðingar spá íslenska liðinu slæmu gengi á HM – „Ísland endar í neðsta sæti í sínum riðli“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 15. maí 2018 15:58

Sérfræðingar ESPN eru afar svartsýnir á það að Ísland komist upp úr riðli sínum á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi.

Þeir tala niður íslenska liðið og gera lítið úr afreki liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi.

„Ísland gat komið á óvart á EM í Frakklandi, það nýtti liðið sér,“ segir Mark Ogden blaðamaður ESPN um málið.

,,Þeir spiluðu ekki einu sinni það vel, Ísland vann einn alvöru leik gegn Englandi. Þeir voru ekki merkilegir í riðlakeppninni, Frakkland slátraði þeim svo. Ísland er ekki nýtt lið sem getur gert kraftaverk, liðið hefur spilað yfir getu,“ sagði Ogden en ekki þarf að taka fram að hann er frá Englandi.

Í þættinum talar Julian Laurens frá Frakklandi einnig um liðið. ,,Það er einfalt að lesa leik Íslands, Gylfi Þór Sigurðsson er stjarna liðsins og hann hefur ekki leikið vel fyrir Everton. Ég tel að Íslandi muni ekki vegna vel á HM.“

Gabriele Marcotti frá Ítalíu bætti við. ,,Ísland endar í neðsta sæti í sínum riðli,“ sagði Marcotti en Ísland er með Argentínu, Króatíu og Nígeríu í riðli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Arnór Ingvi kveikti elda í Reykjanesbæ: ,,Ég er gallharður Njarðvíkingur“

Arnór Ingvi kveikti elda í Reykjanesbæ: ,,Ég er gallharður Njarðvíkingur“
433Sport
Í gær

Perri hleypur í skarðið

Perri hleypur í skarðið
433Sport
Í gær

Var kallaður aumingi fyrir að segja frá kynþáttaníði: Ég var þarna með syni mínum

Var kallaður aumingi fyrir að segja frá kynþáttaníði: Ég var þarna með syni mínum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mourinho bannað að tala um brottreksturinn – Lögfræðingar munu fylgjast með

Mourinho bannað að tala um brottreksturinn – Lögfræðingar munu fylgjast með
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stuðningsmenn Liverpool á Íslandi geta ekki séð toppliðið í beinni um næstu helgi

Stuðningsmenn Liverpool á Íslandi geta ekki séð toppliðið í beinni um næstu helgi
433Sport
Fyrir 2 dögum

Eftir að Solskjær tók við: Flest stig, flest mörk, fæst á sig

Eftir að Solskjær tók við: Flest stig, flest mörk, fæst á sig
433Sport
Fyrir 3 dögum

Það besta á Twitter eftir ótrúlega frammistöðu De Gea: ,,Hann gæti bjargað þessu öllu“

Það besta á Twitter eftir ótrúlega frammistöðu De Gea: ,,Hann gæti bjargað þessu öllu“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Manchester United jafnaði Arsenal að stigum – Sigur á Wembley

Manchester United jafnaði Arsenal að stigum – Sigur á Wembley