fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
433Sport

Besta íslenska landslið allra tíma: Hörður Magnússon velur sitt lið – ,,Ásgeir að mínu mati sá besti sem við höfum átt“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 7. desember 2018 10:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að velja besta landslið allra tíma getur verið flókið og aldrei verða allir sammála um slíkt.

Guðmundur Benediktsson, gefur út bók þessi jólin og þar velur hann meðal annars besta íslenska karlalandslið allra tíma. Liðið sem Guðmundur stillir upp er skemmtilegt en þar vantar líka marga frábæra leikmenn, enda erfitt að koma öllum fyrir þegar aðeins 11 pláss eru í liðinu.

Við fengum nokkra öfluga einstaklinga til að stilla upp sínu besta landslið. Liðin litast því af þeirri staðreynd að menn eru fæddir á mismunandi aldri og sumir tóku þá ákvörðun að velja aðeins leikmenn sem þeir fylgdust með.

Meira:
Gummi Ben velur besta landslið allra tíma: Stjörnur eru í frystinum – Fimm í liðinu í dag

Fyrstur til að velja liðið sitt er Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður og fyrrrum landsliðsmaður í fótbolta.

Hörður Magnússon – Íþróttafréttamaður hjá Stöð2
Ég stilli upp í 4-4-2 kerfið, það sem hefur reynst okkar landsliði best. Hannes er í markinu, það er ekki spurning, sá besti sem við höfum átt. Í varnarlínunni er ég með öfluga sveit, Guðni var magnaður varnarmaður, fljótur og las leikinn vel. Lék mestmegnis sem miðvörður en einnig í bakverðinum. Í hjartanu er ég með Atla Eðvaldsson, ótrúlega fjölhæfan leikmann og trúlega besta skallamann sem við höfum átt. Kári er svo mikill leiðtogi og gerir aðra betri í kringum sig. Í vinstri bakverðinum er ég með manninn með risastóra hjartað og ódrepandi baráttuvilja, Hermann Hreiðarsson. Á miðjunni er ég með fjóra snillinga. Toddi Örlygs var gríðarlega góður leikmaður og skoraði mikilvæg mörk. Mjög vanmetinn. Ásgeir Sigurvinsson, að mínu mati sá besti sem við höfum átt. Um Gylfa þarf ekkert að fjölyrða, Aron Einar er svo fyrirliði þjóðar. Í framlínunni er ég með feðga. Eið Smára (erfitt að gera upp á milli hans og Ásgeirs Sigurvins sem þess besta) og Arnór sem var ofboðslega góður í fótbolta. Gríðarlega kröftugur.

Liðið hjá Herði:
Hannes Þór Halldórsson
Guðni Bergsson – Atli Eðvaldsson – Kári Árnason – Hermann Hreiðarsson
Þorvaldur Örlygsson – Ásgeir Sigurvinsson – Gylfi Þór Sigurðsson – Aron Einar Gunnarsson
Eiður Smári Guðjohnsen – Arnór Guðjohnsen

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stórstjarnan skorar utan vallar þrátt fyrir erfiðleikana í vinnunni – Talin vera ein fallegasta kona landsins

Stórstjarnan skorar utan vallar þrátt fyrir erfiðleikana í vinnunni – Talin vera ein fallegasta kona landsins
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrsti maðurinn inn á Anfield? – Mætti á leik liðsins

Fyrsti maðurinn inn á Anfield? – Mætti á leik liðsins
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Afsakar frammistöðu Onana og kennir varnarmanni United um – ,,Setur hann í vandræði frá fyrstu mínútu“

Afsakar frammistöðu Onana og kennir varnarmanni United um – ,,Setur hann í vandræði frá fyrstu mínútu“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Mun láta Mbappe finna fyrir því – ,,Ég þruma hann niður“

Mun láta Mbappe finna fyrir því – ,,Ég þruma hann niður“
433Sport
Í gær

Mikið fjör í Þýskalandi þegar Real kom í heimsókn – Bæði lið fengu vítaspyrnu

Mikið fjör í Þýskalandi þegar Real kom í heimsókn – Bæði lið fengu vítaspyrnu
433Sport
Í gær

United ætlar að taka Greenwood aftur ef þetta gerist ekki

United ætlar að taka Greenwood aftur ef þetta gerist ekki
433Sport
Í gær

Ratcliffe telur þessa tvo leikmenn United á alltof háum launum og vill þá burt

Ratcliffe telur þessa tvo leikmenn United á alltof háum launum og vill þá burt
433Sport
Í gær

Freyr hefur tvö sénsa til að reyna að bjarga liðinu frá falli – Allar líkur á að Alfreð og Gulli falli

Freyr hefur tvö sénsa til að reyna að bjarga liðinu frá falli – Allar líkur á að Alfreð og Gulli falli