fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Mögnuð saga af Atla Eðvaldssyni frá Þýskalandi: ,,Hvernig ertu þá þegar þú ert kominn í form?“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 6. desember 2018 13:31

Mynd: RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atli Eðvaldsson er einn merkilegasti knattspyrnymaður sem Ísland hefur alið af sér.  Hann átti frábæran feril í Þýskalandi og lék meðal annars með Borussia Dortmund en félagið fékk hann á reynslu árið 1980.

Atli var að klára nám við Íþróttakennaraskólann á Laugarvatni þegar símtal kom frá þýska stórliðinu.

Udo Lattek þjálfari liðsins, sem var í miklum metum í þýska boltanum hreifst af Atla.

„Hann var eins og blanda af Mourinho og Guardiola í dag. Einn af þessum sem var búinn að vinna alla titla sem í boði voru með félagsliðum. Hann leggur þetta vel upp, lætur mig skjóta. Á þeim tíma á Íslandi voru ekki til neinir boltar, það voru bara gömlu boltarnir frá árinu áður. Húðin á þeim var farin eftir mölina. Svo var erfitt að fá fótboltaskó á þessum árstíma því þeir voru bara pantaðir rétt fyrir mót. Ég fékk nýja skó til að æfa á hjá Dortmund, nýja Adidas, Copa Mundial. Svo þessa fínu góðu bolta,“ sagði Atli við RÚV.

„Hann leggur upp skotæfingu fyrir mig og ég hitti boltann svona ótrúlega vel. Þetta var einhverjum fjórum dögum fyrir leik á móti Bayern München, fullt af áhorfendum að horfa á. Síðan lætur hann mig fá fyrirgjafir til að skalla. Þar kom ég sjálfum mér á óvart. Ég var búinn að vera tvö ár í blaki og var ekkert að fatta að þessi hreyfing að fara upp í boltann er bara blaktækni. Ég hamraði þetta allt saman á markið, skoraði tíu eða átta mörk.“

„Svo fékk hann mann á móti mér og þá notaði ég þessa tækni að nota olnbogana til að búa til plássið og hann vann ekki bolta. Ég tók alla boltana og hann skallaði bara í olnbogana á mér í hvert einasta skipti.“

„Hann spurði hvort ég væri ekki búinn að spila fótbolta síðan í september?
– Nei, sagði ég.
– Hvernig ertu þá þegar þú ert kominn í form?“

Viðtalið við Atla má sjá hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Enn einn leikmaðurinn bætist á meiðslalista Chelsea – Frá út tímabilið

Enn einn leikmaðurinn bætist á meiðslalista Chelsea – Frá út tímabilið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni