fbpx
Sunnudagur 16.desember 2018
433Sport

Hið hræðilega slys á Hillsborough hafði áhrif á félagaskipti Þorvaldar: 96 létu lífið

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 6. desember 2018 14:42

Þorvaldur Örlygsson átti magnaðan feril sem leikmaður og nú sem þjálfari, hann var gestur í 90 mínútum, hlaðvarpsþætti 433.is.

Þorvaldur rekur þar sögu sína í fótboltanum en einn af merkilegri tímunum á hans ferli var hjá Nottingham Forest frá 1989 til 1993.

Þorvaldur varð Íslandsmeistari með KA árið 1989 og hafði áttað sig á því að hann gæti orðið atvinnumaður.

,,Takmarkið var alltaf að reyna að koma sér erlendis, þetta voru erfiðir gluggar. ,Ég sá fyrir mér að þetta væri eitthvað sem ég ætti að reyna að stefna,“ sagði Þorvaldur í þættinum.

Þorvaldur rifjar það upp þegar áhugi Nottingham, sem var stórveldi í enskum fótbolta kom upp.

,,Um haustið 88 og veturinn þar á eftir, þá voru þreifingar um að ég færi til Nottingham á reynslu í janúar 90, ég taldi það ekki gott þar ég var ekki í góðu standi. Guðjón Þórðarson og fleiri höfðu hjálpað til við það.“

Þorvaldur ætlaði að kíkja til félagsins fyrir tímabilið 89 en hið hræðilega slys á Hillsborough kom í veg fyrir það. 96 stuðningsmenn Liverpool létust á leiknum og var því frestað að Þorvaldur færi út.

,,Mér var boðið afur til æfinga vorið 89, þá vill svo til að slæmt slys verður í Sheffield. Það var undanúrslitaleikur þar sem Liverpool og Forest áttust við, Hillsborough slysið. Ég átti að vera kominn til þeira eftir þann leik, það frestaðist. Við héldum sambandi.“

,,Um mitt sumarið er frí vika, áttu að vera landsleikir en ég var ekki valinn. Ég ákvað að stökka til Nottingham og gá hvort það væri möguleiki.“

Þar stóð Þorvaldur sig frábærlega og var keyptur á 175 þúsund pund, á núvirði eru það 333 þúsund pund en slíkar upphæðist sjást aldrei í dag þegar íslenskir leikmenn fara frá liðum hér heima.

Viðtalið má heyra í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nylon-stjarna gengin út

Ekki missa af

433Sport
Í gær

90 mínútur með Theodóri Elmari: Hlustaðu á þáttinn hérna – Fótbolti, sorgin að missa bróður sinn og Twitter stríð

90 mínútur með Theodóri Elmari: Hlustaðu á þáttinn hérna – Fótbolti, sorgin að missa bróður sinn og Twitter stríð
433Sport
Í gær

Theodór Elmar staðfestir viðræður við tvö lið

Theodór Elmar staðfestir viðræður við tvö lið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þjóðin valdi: Þetta eru fimm bestu knattspyrnumenn Íslands árið 2018 – Sá efsti í sérflokki

Þjóðin valdi: Þetta eru fimm bestu knattspyrnumenn Íslands árið 2018 – Sá efsti í sérflokki
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu brjálæðina á Nou Camp: ,,Þeir lömdu okkur með kylfum að ástæðulausu“

Sjáðu brjálæðina á Nou Camp: ,,Þeir lömdu okkur með kylfum að ástæðulausu“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Læknar ráðlögðu Ferguson að sleppa United leik

Læknar ráðlögðu Ferguson að sleppa United leik
433Sport
Fyrir 3 dögum

Saga Arnórs er eins og besta lygasaga sem þú hefur heyrt: Hér má lesa ótrúlega sögu piltsins frá Akranesi

Saga Arnórs er eins og besta lygasaga sem þú hefur heyrt: Hér má lesa ótrúlega sögu piltsins frá Akranesi
433Sport
Fyrir 3 dögum

Missti sjónina en upplifði magnaða stund í gær – ,,Fallegi leikurinn er fyrir okkur öll“

Missti sjónina en upplifði magnaða stund í gær – ,,Fallegi leikurinn er fyrir okkur öll“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Hörður og Arnór fá gríðarlega erfitt verkefni – Ná þeir Evrópudeildarsæti?

Hörður og Arnór fá gríðarlega erfitt verkefni – Ná þeir Evrópudeildarsæti?