fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
433Sport

Skammarleg kvenfyrirlitning á virtri knattspyrnuhátíð: Sigurvegarinn beðinn um að hrista rassinn

Victor Pálsson
Mánudaginn 3. desember 2018 22:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ada Hegerberg, leikmaður Lyon í Frakklandi, er besti knattspyrnumaður heims í dag í kvennaflokki.

Hegerberg fékk Ballon d’Or verðlaunin afhent í Frakklandi í kvöld og er fyrst kvenna til að vinna þau verðlaun.

Hegerberg er 23 ára gömul en hún spilar með Lyon sem og norska landsliðinu.

Ballon d’Or eða Gullboltinn kom fyrst upp á sjónvarsviðið árið 1956 er Stanley Matthews, fyrrum leikmaður Blackpool fagnaði sigri.

Hingað til hafa verðlaunin aðeins verið afhent körlum og er Hegerberg því fyrst kvenna til að hljóta þennan mikla heiður.

Tónlistarmaðurinn Martin Solveig sá um að afhenda Hegerberg verðlaunin og varð sér algjörlega til skammar á sviðinu.

,,Kanntu að twerka?“ spurði Solveig sigurvegarann og var Hegerberg að vonum steinhissa eftir þessa spurningu. Hún sagði nei og labbaði burt.

Að ‘twerka’ er eitthvað sem flestir kannast við en sá dans snýst að mestu leyti út á að hrista rassinn kröftuglega.

Þetta má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ný treyja Arsenal vekur gríðarlega athygli

Ný treyja Arsenal vekur gríðarlega athygli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Framhjáhaldið fór eins og eldur um sinu – Viðbrögð manna helltu olíu á eldinn

Framhjáhaldið fór eins og eldur um sinu – Viðbrögð manna helltu olíu á eldinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Voru hársbreidd frá því að næla í Isak

Voru hársbreidd frá því að næla í Isak
433Sport
Í gær

Lingard fékk tvær treyjur frá leikmönnum Barcelona

Lingard fékk tvær treyjur frá leikmönnum Barcelona
433Sport
Í gær

Tottenham fær gríðarlegan liðsstyrk frá Bayern

Tottenham fær gríðarlegan liðsstyrk frá Bayern
433Sport
Í gær

Tilbúnir að bjóða aftur í Isak með einu skilyrði

Tilbúnir að bjóða aftur í Isak með einu skilyrði
433Sport
Í gær

Eru með leikmann sem ‘getur orðið betri en Messi’

Eru með leikmann sem ‘getur orðið betri en Messi’