fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Viðar sér eftir því að hafa farið í felur: ,,Þegar þú sérð tölurnar á blaðinu þá kemur eitthvað yfir þig“

Victor Pálsson
Mánudaginn 24. desember 2018 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er markahrókurinn Viðar Örn Kjartansson sem spilar með Rostov í Rússlandi.

Viðar tók ansi umdeilt skref árið 2015 er hann samdi við kínverska félagið Jiangsu Sainty.

Framherjinn hafði raðað inn mörkum með Valerenga í Noregi en tímabilið þar kláraðist í nóvember og var lítið af möguleikum í boði á þeim tímapunkti.

Viðar ákvað að fara til Kína að lokum en sér eftir því að hafa ekki samið við annað félag á miðju tímabili í norsku deildinni.

,,Það var frekar slegist um mig á miðju tímabili. Það kom fullt af tilboðum þá, frá Hollandi og alls konar löndum, það komu fullt af liðum að horfa,“ sagði Viðar.

,,Það var rosalega mikið í gangi, sérstaklega um sumarið. Það er kannski heimskulegt eftir á en ég sagði bara: ‘Ég vil klára tímabilið, ég vil vera markahæstur í deildinni.’

,,Þarna var ég kominn með 13 mörk í 13 leikjum. Það var mjög vitlaust, ég hefði átt að taka skrefið strax í deild eins og Holland. Maður er alltof gamall til að fara til Hollands í dag eða í svona deild.“

,,Svo er tímabilið búið og það er nóvember. Það eru ekkert mörg lið að leita að mönnum þarna. Þeir settu háan verðmiða og það er ekki sanngjarnt því það eru ekki mörg lið að kaupa leikmann frá Noregi á 4-5 milljónir evra.“

,,Eftir tímabilið var voðalega lítið í gangi af viti og svo tekur maður þá afdríkaríku ákvörðun í desember eða janúar að fara til Kína. Ég sé eftir því.“

,,Ég myndi allan daginn fara til Kína í dag, ég er 28 ára gamall en þarna átti ég að taka annað skref. Ég fer til Kína í eitt ár og svo er ég kominn aftur á byrjunarreit.“

,,Ég held að það sé aðeins öðruvísi núna í Kína, það eru fullt af stjörnum þarna sem eru að spila með landsliðum. Fótboltinn er öðruvísi og þú ert svo langt í burtu, það er enginn að fylgjast með þér.“

Leikmenn í Kína fá mjög vel borgað og viðurkennir Viðar að peningarnir hafi talað sínu máli á þessum tíma.

Það eru mjög fáir sem fylgjast með kínversku deildinni og má segja að Viðar hafi verið í felum er hann lék með Jiangsu.

,,Að sjálfsögðu heilluðu peningarnir. Maður segir það kannski ekki á þessum tíma en þarna átti maður ekki mikið og þegar þú sérð svona tölu á blaði..“

,,Það er auðvelt að segja að þú ætlir ekki að fara til Kína en þegar þú sérð tölurnar á blaðinu þá kemur eitthvað yfir þig og það er mjög erfitt að segja nei. Það má segja að peningarnir hafi eitthvað talað þarna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Í gær

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Í gær

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði