fbpx
Sunnudagur 20.janúar 2019
433Sport

Viðar fékk óvæntar fréttir fyrir EM í Frakklandi: Þetta var rosalega vont

Victor Pálsson
Föstudaginn 21. desember 2018 20:00

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er markahrókurinn Viðar Örn Kjartansson sem spilar með Rostov í Rússlandi.

Viðar hefur átt ansi litríkan feril en hann hefur spilað í Skandinavíu, Ísrael og líka í Kína sem var áhugavert skref.

Viðar er 28 ára gamall framherji en hann á að baki 19 landsleiki fyrir Ísland.

Viðar fékk ekki að fara með landsliðinu á EM árið 2016 er hann lék með Malmö í Svíþjóð.

Viðar hafði fengið að spila í undankeppninni en fékk svo ekki pláss í lokahópnum sem var óvænt.

Hann viðurkennir að hann hafi búist við kallinu og var það mikill skellur er hann heyrði fréttirnar.

,,Það kemur smá stress í mann þegar það er verið að fara að velja en þegar maður hugsar um tölfræðina, þú ert alltaf í hópnum og nýbúinn að komast í gang með Malmö,“ sagði Viðar.

,,Ég var smeykur að ef ég hefði ekki komist í gang þá hefði ég skilið það því ég gat ekkert í sjö eða átta leikjum. Ég var samt frekar viss um að ég yrði valinn, útaf öllum þessum hópum.“

,,Svo er ég ekki valinn og það var rosalega vont. Ég get eiginlega ekki lýst þessu. Ég hugsaði ‘ég get bara ekki neitt’ og fór lengst niður.“

,,Það var erfitt að fylgjast með EM. Mig langaði að vera þarna vel og svo gekk þeim extra vel og það gerir það erfiðara.“

,,Segjum að þeir hefðu ekki komist úr riðlinum, auðvitað vill maður vera með en að ganga svona vel þá langar manni að vera með strákunum á vellinum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ótrúleg dramatík og sjö mörk er Wolves vann Leicester

Ótrúleg dramatík og sjö mörk er Wolves vann Leicester
433Sport
Í gær

Hélt að hann myndi fá tækifæri hjá Emery en var svo seldur

Hélt að hann myndi fá tækifæri hjá Emery en var svo seldur
433Sport
Í gær

Upphitun fyrir stórleik Arsenal og Chelsea: Sjáðu líkleg byrjunarlið, stuðla og fleira

Upphitun fyrir stórleik Arsenal og Chelsea: Sjáðu líkleg byrjunarlið, stuðla og fleira
433Sport
Í gær

Brjálaðist eftir að hafa fengið sendingu frá Hólmari: ,,Er ekki allt í lagi!?“

Brjálaðist eftir að hafa fengið sendingu frá Hólmari: ,,Er ekki allt í lagi!?“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Eiginkona Birkis fékk furðulega gjöf frá honum: Biður þá sem halda að hann sé hógvær að ranka við sér

Eiginkona Birkis fékk furðulega gjöf frá honum: Biður þá sem halda að hann sé hógvær að ranka við sér
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sér ekki lausn á málum Kolbeins: ,,Vill bara losna við Kolbein, því launapakki hans er svo stór“

Sér ekki lausn á málum Kolbeins: ,,Vill bara losna við Kolbein, því launapakki hans er svo stór“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Scholes með samsæriskenningar um Mourinho: Augnablikið sem hann sá að allt var í steik

Scholes með samsæriskenningar um Mourinho: Augnablikið sem hann sá að allt var í steik
433Sport
Fyrir 2 dögum

Enskir fjölmiðlar hafa „áhyggjur“ af nýja bílnum hans Pogba – Hvar á barnið að vera?

Enskir fjölmiðlar hafa „áhyggjur“ af nýja bílnum hans Pogba – Hvar á barnið að vera?