fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
433Sport

Kostuleg mismæli íslenskra íþróttafréttamanna: ,,Þetta er kókópöffskynslóðin, hún hefur ekki stigið hendi í kalt vatn“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 11. desember 2018 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það geta allir lent í því að mismæla sig, það kemur fyrir hjá flestum. Nú hafa mismæli og ambögur Íslendinga komið út í bók.

,,Eki misskilja mig vitlaust!“ er bók sem Guðjón Ingi Eiríksson hefur gefið út. Þar má finna mismæli frá íþróttafréttamönnum.

Um er að ræða menn sem hafa verið í sjónvarpi, þarna má finna mörg kostuleg ummæli en þau helstu má sjá hér að neðan.

Hörður Magnússon – Íþróttafréttamaður á Stöð2:

,,Desailly maldar í móðinn.“

,,Þarna sjáum við Houllier, hann er glaður á bragðið.“

,,Það er mikil barátta um samkeppni í liðinu.“

,,Þetta var skott got“

,,Það er heldur betur að færast kraftur í aukana.“

Guðjón Guðmundsson, Gaupi – Íþróttafréttamaður á Stöð 2:

,,Velkomin aftur, en þá er seinni hálfleikurinn í leik Arsenal og Chelsea í þann veginn að hefjast og staðan er 0-1 fyrir Tottenham.“

,,Þetta er skrýtin uppstilling hjá þjálfaranum. Hann lætur byrjunarliðið byrja út af.“

,,Þetta er kókópöffskynslóðin. Hún hefur ekki stigið hendi í kalt vatn.“

Geir Magnússon – Fyrrum íþróttafréttamaður á RÚV:

,,Það getur verið að dómarinn hafi ekki átt neina aðra ókosti en að dæma víti.“

,,Markmaðurinn fær varið skot dæmt á sig:“

Samúel Örn Erlingsson – Fyrrum íþróttafréttamaður á RÚV:

,,KR-ingar eiga hornspyrnu á hættulegum stað.“

,,Fyrverandi sonur þjálfarans er á leið í annað félag.“

,,Markvörður Schalke reis upp á afturlappirnar.“

Valtýr Björn Valtýsson – Fyrrum íþróttafréttamaður á Stöð2 og RÚV:

,,Þeir eru með bandarískan Ameríkana.“

,,Það er greinilega skortur á áhorfendaleysi.“

,,Nei, nei, ef menn ætla að skora af svona löngu færi þá verða þeir að fara aðeins nær.“

Guðmundur Benediktsson – Íþrótafréttamaður á Stöð2:

,,Hið unga lið Ajax situr eftir með súrt ennið.“

Arnar Björnsson – Íþróttafréttamaður á Stöð2:

,,Þetta er eins og köld tuska framan í leikmenn Arsenal.“

,,Sennilega hentar það Þjóðverjum betur að skora.“

,,Seinni hálfleikurinn fer senn að hefjast, en á meðan við bíðum eftir því, skulum við sjá nokkrar svipmyndir úr honum.“

Ómar Ragnarsson – Fyrrum íþróttafréttamaður á RÚV:

,,Leiktíminn er alveg að renna út, dómarinn er kominn með klukkuna upp í sig.“

Einar Örn Jónsson – Íþróttafréttamaður á RÚV:

,,KR-ingar sigruðu Grindvíkinga í kvöld með einu marki gegn engu í Grindavík. Sýnt verður úr leiknum í Fótboltakvöldi hér á eftir og þeir sem vilja ekki heyra úrslitin nú ættu því að lækka í tækjunum.“

Bjarni Felixson – Fyrrum íþróttafréttamaður á RÚV:

,,Hér er að hefjast leikur FH og Hauka og það eru Hafnfirðingar sem byrja með boltann.“

,,Bæði liðin eru einum færri.“

,,Hann sprettir úr skónum.“

,,Einum leik er ekki alveg ólokið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skrímsli af manni mætti á staðinn og hélt á stórstjörnunni eins og smábarni

Skrímsli af manni mætti á staðinn og hélt á stórstjörnunni eins og smábarni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tilbúnir að bjóða aftur í Isak með einu skilyrði

Tilbúnir að bjóða aftur í Isak með einu skilyrði
433Sport
Í gær

Liðsfélagi Isak vorkennir honum – ,,Svo ánægður að vera laus við svona“

Liðsfélagi Isak vorkennir honum – ,,Svo ánægður að vera laus við svona“
433Sport
Í gær

Enginn skilur neitt eftir þessa mynd frá Manchester – Mátti ekki kaupa treyju fyrir soninn

Enginn skilur neitt eftir þessa mynd frá Manchester – Mátti ekki kaupa treyju fyrir soninn