fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
433Sport

Fjölmiðlar í Katar fara með rangt mál: ,,Heimir hætti með íslenska landsliðið til að vinna sem tannlæknir“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 11. desember 2018 09:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Hallgrímsson hefur verið ráðinn þjálfari Al-Arabi í Katar en þessar fregnir voru staðfestar í gær.

Al-Arabi er í sjötta sæti af tólf liðum í úrvalsdeildinni í Katar en hlé verður gert á deildinni um jólin. Heimir stýrir því liðinu í tveimur leikjum áður en hlé verður gert.

Heimir fær leyfi til þess að breyta liðinu í janúar en hvert lið má hafa fjóra erlenda leikmenn.

Fjölmiðlar í Katar hafa mikinn áhuga á Heimi enda hafði árangur hans með Ísland vakið heimsathygli.

Staðreyndirnar eru þó eitthvað að vefjast fyrir þeim ogkemur tannlækna menntun Heimis við sögu þar.

,,Þessi 51 árs þjálfari fór með þjóð sín á EM 2016 og HM 2018, hann sagði síðan upp eftir HM til að taka upp starf sitt sem tannlæknir,“ sagði í umfjöllun Al Arab.

Þetta er þó ekki rétt enda hefur Heimir alla tíð starfað sem tannlæknir með fram því að þjálfa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skrímsli af manni mætti á staðinn og hélt á stórstjörnunni eins og smábarni

Skrímsli af manni mætti á staðinn og hélt á stórstjörnunni eins og smábarni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tilbúnir að bjóða aftur í Isak með einu skilyrði

Tilbúnir að bjóða aftur í Isak með einu skilyrði
433Sport
Í gær

Liðsfélagi Isak vorkennir honum – ,,Svo ánægður að vera laus við svona“

Liðsfélagi Isak vorkennir honum – ,,Svo ánægður að vera laus við svona“
433Sport
Í gær

Enginn skilur neitt eftir þessa mynd frá Manchester – Mátti ekki kaupa treyju fyrir soninn

Enginn skilur neitt eftir þessa mynd frá Manchester – Mátti ekki kaupa treyju fyrir soninn