fbpx
Sunnudagur 20.janúar 2019
433Sport

Tryggvi útskýrir hvað gerir Óla Jó svo sigursælan: Það er ógeðslega gott að vinna með honum

Victor Pálsson
Laugardaginn 1. desember 2018 21:35

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Gestur þáttarins í þessari viku er Tryggvi Guðmundsson, fimmfaldur Íslandsmeistari og markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi. Tryggvi átti magnaðan feril, hann var óþolandi leikmaður að mæta. Skoraði mikið og vann titla.

Ólafur Jóhannesson er á toppnum yfir þjálfara á Íslandi í dag en hann stýrir Valsmönnum í Pepsi-deildinni.

Valur er með besta lið landsins og hefur verið með í tvö ár en liðið er nú tvöfaldur Íslandsmeistari.

Tryggvi vann með Óla Jó hjá FH á sínum tíma og fer fögrum orðum um sinn fyrrum þjálfara.

,,Það var æðislegt að spila fyrir hann. Hann er ekki að flækja hlutina, hann er snillingur og veit um hvað þetta snýst,“ sagði Tryggvi.

,,Hann er líka á léttu á nótunum og fattar það að þetta er ekki dauðans alvara. Þetta er samt mikilvægt mál en hann fattar svona muninn á þessu einhvern veginn.“

,,Svo er hann klókur í að finna leikmenn. Það er hægt að sjá það með Valsliðið núna, hann veit hvar hann á að styrkja sig.“

,,Það var hann sem fékk mig og Auðun á sínum tíma, hann klókur maður og það er ógeðslega gott að vinna með honum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Byrjunarlið Arsenal og Chelsea – Ramsey byrjar

Byrjunarlið Arsenal og Chelsea – Ramsey byrjar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ótrúleg dramatík og sjö mörk er Wolves vann Leicester

Ótrúleg dramatík og sjö mörk er Wolves vann Leicester
433Sport
Í gær

Dýrustu leikmenn heims á öllum aldri: 33 ára gamall en kostaði yfir 100 milljónir

Dýrustu leikmenn heims á öllum aldri: 33 ára gamall en kostaði yfir 100 milljónir
433Sport
Í gær

Upphitun fyrir stórleik Arsenal og Chelsea: Sjáðu líkleg byrjunarlið, stuðla og fleira

Upphitun fyrir stórleik Arsenal og Chelsea: Sjáðu líkleg byrjunarlið, stuðla og fleira
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mourinho nefnir sitt stærsta afrek hjá United: Eitt það stærsta á ferlinum

Mourinho nefnir sitt stærsta afrek hjá United: Eitt það stærsta á ferlinum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Scholes með samsæriskenningar um Mourinho: Augnablikið sem hann sá að allt var í steik

Scholes með samsæriskenningar um Mourinho: Augnablikið sem hann sá að allt var í steik