fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
433Sport

Þorvaldur vann með fyrrum hetju United: ,,Hann var ekki slæmur maður en ekkert rosalega góður þjálfari“

Victor Pálsson
Föstudaginn 7. desember 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Næsti gestur þáttarins er Þorvaldur Örlygsson þjálfari U19 ára landsliðs karla.

Þorvaldur hefur átt áhugaverðan feril, fyrst sem leikmaður og þjálfari.

Þorvaldur samdi við Stoke City árið 1993 en hann hafði fyrir það spilað með Nottingham Foreest í fjögur ár.

Lou Macari var þjálfari Stoke á þeim tíma og hann var allt önnur týpa en Brian Clough sem þjálfaði Þorvald hjá Forest.

Macari var frábær leikmaður á sínum tíma og spilaði í níu ár með aðalliði Manchester United frá 1973 til 1984.

Þorvaldur segir að það hafi verið mikill munur á þessum félögum og talar ekki of vel um þjálfarahæfileika Macari.

,,Það var ekkert sem pirraði mig. Þú þarft bara að byrja á því að koma þér inn í liðið og koma þér af stað,“ sagði Þorvaldur.

,,Það var öðruvísi taktíklega séð og þessi kúltúr hvað það varðar, það var svakalega mikill munur á umgjörðinni.“

,,Brian Clough var langt á undan sinni samtíð hvað hann gerði vel við leikmenn. Í öllu hvað varðar aðstöðu, ferðalögum og annað því líkt.“

,,Það er eins gott og maður sér í dag. Hvað varðar hótel, mat og hvernig er best að ferðast. Hann setti mikið í það.“

,,Þegar maður kom til Stoke þá sá maður muninn og Lou Macari þjálfari þá hugsaði lítið um leikmenn og hugsaði lítið um plan á æfingum.“

,,Lou Macari var ekki slæmur maður en ekkert rosalega góður þjálfari. Hann var ekki dugleg týpa.“

,,Hann var ekki mikið í því að confronta leikmenn eða tala við leikmenn. Hann gerði vel fyrir Stoke og náði í úrslit þar og var rosalega vel liðinn af aðdáendum Stoke.“

,,Stoke á mjög traustan fan-base en þeir eru mjög fljótir snúast gagnvart allt og öllum ef það er ekki eftir þeirra höfði.“

,,Það var gaman að ná úrslitum en hjá Forest voru æfingarnar mikið bolti og taktík og öðruvísi æfingar og alltaf bolti.“

,,Hjá Lou Macari voru hlaup dauðans. Á hverjum einasta mánudegi var 12 mínútna hlaup. Það var oft þreytt um páskana.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum
Age Hareide er látinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þessi ummæli Georginu um Ronaldo vekja athygli – „Minnsta sem hann gat boðið“

Þessi ummæli Georginu um Ronaldo vekja athygli – „Minnsta sem hann gat boðið“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tilkynning um andlát vekur óhug – Ofbeldinu í borginni linnir ekki

Tilkynning um andlát vekur óhug – Ofbeldinu í borginni linnir ekki
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Óvæntar sögur um að risinn muni veifa seðlunum í United strax í janúar

Óvæntar sögur um að risinn muni veifa seðlunum í United strax í janúar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ber mikið í milli á verðmati hollenska framherjans

Ber mikið í milli á verðmati hollenska framherjans
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Guardiola gagnrýnir tvo leikmenn eftir gærkvöldið – Voru orkulausir og sinntu ekki varnarvinnu

Guardiola gagnrýnir tvo leikmenn eftir gærkvöldið – Voru orkulausir og sinntu ekki varnarvinnu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Einn ríkasti maður Indlands færði Messi gjöf – Kostar 155 milljónir króna

Einn ríkasti maður Indlands færði Messi gjöf – Kostar 155 milljónir króna