fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
433Sport

Bjarni Benediktsson reimar á sig takkaskóna – Styrktarleikur fyrir Tómas Inga

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 7. desember 2018 15:45

Bjarni Benediktsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson mun taka fram knattspyrnuskóna að nýju, líklega Gola skór, í fyrsta sinn í 27 ár. Hann mun taka þátt í leik Pressuliðs Rúnars Kristinssonar gegn Landsliði Eyjólfs Sverrissonar – en leikurinn er hluti af Tommadeginum, sem er fjáröflun fyrir Tómas Inga Tómasson.

Ekki leikur vafi á að í hvoru liðinu sem Bjarni verður þá mun hann styrkja það lið mjög mikið – enda er hann fjármálaráðherra. Hann tekur vonandi heftið með sér.

Bjarni er frekar íhaldssinnaður varnarmaður, þykir harður í horn að taka og á til að taka menn í bakaríið ef því er að skipta, enda bakstur hans landsfrægur. Bjarna er ætlað að sjá um fjáraflanir þess liðs sem hann fer til auk þess að sjá um sektarsjóð leikmanna.

Minnum á úrslitaleik „Tommmótsins”, þar sem pressulið Rúnars Kristinssonar tekur á móti landsliði Eyjólfs Sverrissonar. Leikurinn fer fram í Egilshöll sunnudaginn 9. desember kl. 11:00

Tómas Ingi Tómasson, knattspyrnumaður, yfirþjálfari yngri flokka Fylkis og aðstoðarþjálfari 21 árs karlalandsliðs Íslands í fótbolta, gekkst undir liðskiptaaðgerð á mjöðm fyrir um fjórum árum og hefur ekki náð sér síðan. Efnt verður til Tommadags á sunnudag til að styrkja Tomma og fjölskyldu hans, en hann vonast til þess að fá bót meina sinna í Þýskalandi á næstunni.

Allir sem koma að leiknum greiða frjáls framlög við innganginn rétt eins og allir áhorfendur. Auk þess má leggja inn á reikning (528-14-300, kt. 0706694129).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Voru hársbreidd frá því að næla í Isak

Voru hársbreidd frá því að næla í Isak
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nunez gæti spilað í Evrópu í vetur

Nunez gæti spilað í Evrópu í vetur
433Sport
Í gær

Eru með leikmann sem ‘getur orðið betri en Messi’

Eru með leikmann sem ‘getur orðið betri en Messi’
433Sport
Í gær

Celtic sagt horfa til Liverpool – Gæti tekið mjög óvænt skref

Celtic sagt horfa til Liverpool – Gæti tekið mjög óvænt skref