fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
433Sport

Tómas var þjakaður af verkjum en læknirinn trúði honum ekki: Missti meðvitund vegna sýklalyfja -„Ég vildi ekki þessa athygli“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 6. desember 2018 08:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Ingi Tómasson yfirþjálfari yngri flokka Fylkis og aðstoðarþjálfari 21 árs landsliðs Íslands hefur ekki náð bata frá því að hann fékk gervimjöðm í ársbyrjun 2015.

Styrktarleikur fyrir Tómas og fjölskyldu fer fram næsta sunnudag í Egilshöll.. Tómas var afburða knattspyrnumaður sem spilaði með ÍBV, KR, Grindavík og Þrótti hér heima við góðan orðstýr en það tók sinn toll líkamlega og aðgerðin var óumflýjanleg.

Árið 2018 hefur verið einstaklega erfitt líkamlega og andlega fyrir hann og fjölskyldu hans, þar sem Tommi hefur eytt yfir 200 dögum inni á spítala frá því í apríl. Hann bíður nú þess að komast í aðgerð í Þýskalandi þar sem síðustu fjórar aðgerðir hér heima hafa ekki skilað árangri.

„Ég vildi ekki þessa athygli, en því er ekki að neita að tíminn frá fyrstu aðgerð hefur reynst okkur afskaplega erfiður og kostnaðurinn mikill,“ segir Tómas í viðtali við Morgunblaðið í dag.

„Góður og einlægur vilji býr að baki átakinu, ég er mjög þakklátur fyrir stuðninginn og því náði jáið yfirhöndinni.“

Læknirinn trúði honum ekki:

Tómas Ingi var þjakaður af verkjum en læknirinn trúði honum ekki og sagði honum að halda áfram með lífið sitt.

„Ég var með stöðuga verki en læknirinn trúði mér ekki og sagði bara áfram gakk. Ég hélt áfram uppbyggingu en var jafnóðum sleginn niður aftur. Eftir um tveggja ára baráttu við kerfið fékk ég loks lækni til þess að kanna málið og fór í fjölmargar skoðanir og sprautur. Mikil vökvasöfnun var við nárann og þurfti oft að tappa úr pokanum, mest um 360 millilítrum í einu, rúmlega kókdós,“ segir Tómas við Morgunblaðið.

„Í síðustu aðgerðinni fékk ég sýklalyf sem ég var með bráðaofnæmi fyrir og datt út en ég var á réttum stað, á gjörgæslu, og þeir náðu að kalla mig til baka.“

„Ég hef rýrnað mikið og hef átt í erfiðleikum með daglegar athafnir, en sagt er að um 1% þeirra sem fara í svona liðaðgerðir lendi í óþekktum dæmum eins og ég.“ Hann fer í sýnatöku í Hamborg í næstu viku og vonast til þess að komast þar í aðgerð í janúar. „Ég vona að ég fái góða gjöf um jól eða áramót,“ segir

„Þetta hefur verið mjög erfitt og mig langar svakalega til þess að fara að gera eitthvað. Fyrsta innlögnin átti að taka þrjá til fjóra daga og þeir standa enn yfir, en ég ætla ekki að tapa þessum leik.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ný treyja Arsenal vekur gríðarlega athygli

Ný treyja Arsenal vekur gríðarlega athygli
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Framhjáhaldið fór eins og eldur um sinu – Viðbrögð manna helltu olíu á eldinn

Framhjáhaldið fór eins og eldur um sinu – Viðbrögð manna helltu olíu á eldinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Voru hársbreidd frá því að næla í Isak

Voru hársbreidd frá því að næla í Isak
433Sport
Í gær

Lingard fékk tvær treyjur frá leikmönnum Barcelona

Lingard fékk tvær treyjur frá leikmönnum Barcelona
433Sport
Í gær

Tottenham fær gríðarlegan liðsstyrk frá Bayern

Tottenham fær gríðarlegan liðsstyrk frá Bayern
433Sport
Í gær

Tilbúnir að bjóða aftur í Isak með einu skilyrði

Tilbúnir að bjóða aftur í Isak með einu skilyrði
433Sport
Í gær

Eru með leikmann sem ‘getur orðið betri en Messi’

Eru með leikmann sem ‘getur orðið betri en Messi’