fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433Sport

Þorvaldur vildi komast á Ólympíuleikana – Þurfti að taka erfiða ákvörðun

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 6. desember 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ristjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Næsti gestur þáttarins er Þorvaldur Örlygsson þjálfari U19 ára landsliðs karla.

Þorvaldur hefur átt áhugaverðan feril, fyrst sem leikmaður og þjálfari.

Þorvaldur þurfti eins og margir aðrir ungir íþróttamenn að taka ákvörðun um hvaða íþrótt yrði fyrir valinu en hann stundaði bæði knattspyrnu og skíði.

Þorvaldur var mikið á skíðum á sínum yngri árum og var það alltaf draumurinn að komast á Ólympíuleikana.

Hann fékk svo reglulega tækifæri með meistaraflokk KA eftir fall úr efstu deild. Liðið komst aftur í deild þeirra bestu 1986.

,,Ég var ekki sá hávaxnasti í heimi en ég var alveg til 15 ára aldurs að ákveða hvort ég myndi velja skíði eða fótbolta,“ sagði Þorvaldur.

,,Minn draumur var að stunda skíðin, markmið flestra drengja var að komast á ÓIympíuleikana en þegar maður var kominn á vissan aldur þá þarf maður að velja hvort maður ætlaði að fara í.“

,,Þegar ég var strax kominn í 2. flokk þá sá maður strax að það var ekki aftur snúið, maður vildi komast eins fljótt í meistaraflokk og hægt er.“

,,Ég var farinn að mæta á æfingar hjá meistaraflokki í 3. flokki, það vantaði í liðið og ég var fljótt farinn að banka á meistaraflokkinn.“

,,Það sem hjálpaði mér að komast inn voru kynslóðabreytingar, við fengum þjálfara, Gústa Baldvinsson og þá fóru margir betri leikmenn þegar við féllum um deild og þá breyttist kjarninn hjá okkur.“

,,Ég byrjaði 1984 þegar við erum í efstu deild en féllum það ár, þá er maður ungur og er tilbúinn að spila hvaða stöðu sem er og tilbúinn að fórna sér fyrir allt.“

,,Flestir af okkur búsettir á Akureyri fáum stærra hlutverk í næst efstu deild, þetta var góður kjarni sem var tilbúinn að leggja á sig ýmislegt.“

,,Það voru þarna menn sem stefndu mjög langt og vildu ná langt, við vorum valdir í 21 árs landsliðið og svo bættust við aðrir strákar frá Reykjavík sem styrktu hópinn. Gústi Bald var þarna mjög metnaðarfullur þjálfari, svo kemur Hörður Helgason og síðar Guðjón Þórðarson.“

,,Vellirnir voru að batna og við sjáum markmiðið að fara upp og verða gott efstu deildar lið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Í gær

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Í gær

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton