fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
433Sport

Stórlið buðu honum milljónir á unglingsárunum – Var að missa vitið og ferillinn náði ekki flugi

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 6. desember 2018 19:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið mjög erfitt fyrir unga leikmenn að halda haus þegar stærstu lið heims sýna þeim áhuga.

Gott dæmi er hinn 22 ára gamli Donis Avdijaj sem spilar í dag með liði Willem í Hollandi.

Avdijaj er framherji en hann var gríðarlegt efni á sínum tíma og spilaði mjög ungur með aðalliði Schalke í Þýskalandi.

Hann var talinn mikið undrabarn og spilaði með yngri landsliðum Þýskalands. Ferillinn hefur þó ekki náð flugi hingað til.

Avdijaj yfirgaf Schalke fyrir Willem fyrr á þessu ári og er nú orðinn landsliðsmaður Kosóvó. Fjölmörg stórlið buðu honum milljónir á unglingsárunum.

,,Á þessum tíma þá vildu allir vera vinir mínir. Allir sögðu mér hvað væri best fyrir mig. Ég var ekki með umboðsmann og vissi ekki hvernig ég ætti að taka á þessu,“ sagði Avdijaj.

,,Á yngri árunum skoraði ég yfir 20 mörk á hverju tímabili. Ég skoraði líka 13 sinnum fyrir yngri landsliðið í 13 leikjum og hélt að það yrði eins sem atvinnumaður.“

,,Þegar ég var 15 eða 16 ára gamall þá gat ég ekki skilið þetta klapp á bakið, sérstaklega þegar mjög stór lið voru að bjóða mér margar milljónir.“

,,Það er mun erfiðara að verða ekki klikkaður en að verða klikkaður í svona stöðu. Áður en ég samdi við Schalke þá fékk ég tilboð frá Juventus, Arsenal, Manchester United og Liverpool.“

,,Það skipti engu máli í hvaða móti ég var að spila, það voru alltaf njósnarar að fylgjast með mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn syrgir Age Hareide – „Svo ótrúlega sorgmæddur“

Knattspyrnuheimurinn syrgir Age Hareide – „Svo ótrúlega sorgmæddur“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum
Age Hareide er látinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hilmar Árni verður aðstoðarmaður Óskars í Vesturbænum

Hilmar Árni verður aðstoðarmaður Óskars í Vesturbænum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lýsir áhyggjum af stöðunni í Eyjum – „Alvarlegt merki um að kerfið sé ekki að þjóna öllum börnum jafnt“

Lýsir áhyggjum af stöðunni í Eyjum – „Alvarlegt merki um að kerfið sé ekki að þjóna öllum börnum jafnt“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hættir Guardiola næsta sumar? – City skoðar arftaka og Maresca er á blaði

Hættir Guardiola næsta sumar? – City skoðar arftaka og Maresca er á blaði
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Roy Keane urðar yfir Mainoo og bróðir hans – Telur allar líkur á að hann hafi vitað af uppátæki hans

Roy Keane urðar yfir Mainoo og bróðir hans – Telur allar líkur á að hann hafi vitað af uppátæki hans
433Sport
Í gær

Ungur drengur sem hefur misst föður sinn og ömmu fékk fallega heimsókn – Hefur reynst mömmu sinni klettur í gegnum erfið veikindi

Ungur drengur sem hefur misst föður sinn og ömmu fékk fallega heimsókn – Hefur reynst mömmu sinni klettur í gegnum erfið veikindi
433Sport
Í gær

Guardiola lokar vinsælum stað sínum vegna hækkandi skatta

Guardiola lokar vinsælum stað sínum vegna hækkandi skatta