fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
433Sport

Arnar Sveinn um dauðann og jólin: ,,Leyfum okkur að sakna þeirra sem hafa kvatt okkur“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 5. desember 2018 12:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Sveinn Geirsson, varnarmaður Vals hefur verið duglegur að ræða sorgina og hvernig það er fyrir ungan dreng að vinna úr því að missa móðir sína. Arnar skrifar ítarlegan pistil á Vísir.is í dag.

Arnar missti móður sína aðeins 11 ára gamall en hún greindist með krabbamein og tapaði þeirri baráttu. Þau voru mjög náin.

Arnar bjó mikið erlendis en faðir hans, Geir Sveinsson var frábær handboltamaður á sínum tíma og ferðaðist mikið.

Arnar hefur síðustu mánuðina verið duglegur að tjá sig um málið og verið að leita sér hjálpar til að vinna loks almennilega úr sorginni.

Hann skrifar um jólin og dauðann í dag í pistil sem Vísir.is birtist.

,,Dauðinn á ekki að vera eitthvað sem við óttumst. Dauðinn á að vera tenging okkar við lífið. Hann á að minna okkur á það hversu heppin við erum að vera á lífi. Hann á að minna okkur á það að lifa hvern dag eins og hann sé okkar síðasti. Af því að við vitum aldrei hvenær sá síðasti kemur,“ skrifar Arnar.

,,Leyfum okkur að minnast þeirra sem hafa kvatt okkur. Leyfum okkur að sakna þeirra. Leyfum þeim að vera hluti af okkur. Verum ekki hrædd um að það muni ræna okkur gleðinni af öllu hinu. Finnum þeim þess í stað farveg í gleðinni. Þannig lifnar minning þeirra við. Þannig tökum við sorgina, söknuðinn og erfiðleikana í sátt. Þannig, á endanum, tökum við dauðann í sátt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ný treyja Arsenal vekur gríðarlega athygli

Ný treyja Arsenal vekur gríðarlega athygli
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Framhjáhaldið fór eins og eldur um sinu – Viðbrögð manna helltu olíu á eldinn

Framhjáhaldið fór eins og eldur um sinu – Viðbrögð manna helltu olíu á eldinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Voru hársbreidd frá því að næla í Isak

Voru hársbreidd frá því að næla í Isak
433Sport
Í gær

Lingard fékk tvær treyjur frá leikmönnum Barcelona

Lingard fékk tvær treyjur frá leikmönnum Barcelona
433Sport
Í gær

Tottenham fær gríðarlegan liðsstyrk frá Bayern

Tottenham fær gríðarlegan liðsstyrk frá Bayern
433Sport
Í gær

Tilbúnir að bjóða aftur í Isak með einu skilyrði

Tilbúnir að bjóða aftur í Isak með einu skilyrði
433Sport
Í gær

Eru með leikmann sem ‘getur orðið betri en Messi’

Eru með leikmann sem ‘getur orðið betri en Messi’