Gullknötturinn var afhentur í gær en það var Luka Modric sem vann hann í fyrsta sinn.
Athygli vakti að Cristiano Ronaldo skildi ekki vinna verðlaunin enda var hann magnaður þegar Real Madrid vann Meistaradeildina.
Hann tók svo skrefið yfir til Juventus þar sem hann hefur raða inn mörkum.
Einnig vakti athygli að Lionel Messi var ekki á meðal efstu þriggja manna, eitthvað sem fólk átti ekki von á.
Ronaldo og Messi ákváðu að mæta ekki á lokahófið vegna þess að þeir voru ekki að berjast um að vinna verðlaunin.
Víðir Sigurðsson, hjá Morgunblaðinu er sá blaðamaður frá Íslandi sem kýs, hann valdi Modric bestan og setti Kylian Mbappe í annað sætið. Mo Salah frá Liverpool var svo í þriðja sæti.
Víðir setti síðan Ronaldo í fjórða sætið og Messi í það fimmta.