fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
433Sport

Solveig biðst afsökunar á kvenfyrirlitningu í gær

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 4. desember 2018 09:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ada Hegerberg, leikmaður Lyon í Frakklandi, er besti knattspyrnumaður heims í dag í kvennaflokki. Hegerberg fékk Ballon d’Or verðlaunin afhent í Frakklandi í gær og er fyrst kvenna til að vinna þau verðlaun.

Hegerberg er 23 ára gömul en hún spilar með Lyon sem og norska landsliðinu. Ballon d’Or eða Gullboltinn kom fyrst upp á sjónvarsviðið árið 1956 er Stanley Matthews, fyrrum leikmaður Blackpool fagnaði sigri.

Hingað til hafa verðlaunin aðeins verið afhent körlum og er Hegerberg því fyrst kvenna til að hljóta þennan mikla heiður. Tónlistarmaðurinn Martin Solveig sá um að afhenda Hegerberg verðlaunin og varð sér algjörlega til skammar á sviðinu.

Meira:
Skammarleg kvenfyrirlitning á virtri knattspyrnuhátíð: Sigurvegarinn beðinn um að hrista rassinn

,,Kanntu að twerka?“ spurði Solveig sigurvegarann og var Hegerberg að vonum steinhissa eftir þessa spurningu. Hún sagði nei og labbaði burt.

Um er að ræða að hrista rass sinn og litu flestir á þetta sem kvenfyrirlitningu.

,,Ég bið alla afsökunar sem ég móðgaði, það var ekki það sem ég ætlaði mér að gera. Enskan mín er ekki alveg nógu góð,“ sagði Solveig.

,,Allir þeir sem hafa unnið með mér vita að ég ber mikla virðingu fyrir konum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn syrgir Age Hareide – „Svo ótrúlega sorgmæddur“

Knattspyrnuheimurinn syrgir Age Hareide – „Svo ótrúlega sorgmæddur“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Age Hareide er látinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Áframhaldandi vandræði hjá Reading

Áframhaldandi vandræði hjá Reading
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Óvæntar sögur um að risinn muni veifa seðlunum í United strax í janúar

Óvæntar sögur um að risinn muni veifa seðlunum í United strax í janúar