Ada Hegerberg, leikmaður Lyon í Frakklandi, er besti knattspyrnumaður heims í dag í kvennaflokki. Hegerberg fékk Ballon d’Or verðlaunin afhent í Frakklandi í gær og er fyrst kvenna til að vinna þau verðlaun.
Hegerberg er 23 ára gömul en hún spilar með Lyon sem og norska landsliðinu. Ballon d’Or eða Gullboltinn kom fyrst upp á sjónvarsviðið árið 1956 er Stanley Matthews, fyrrum leikmaður Blackpool fagnaði sigri.
Hingað til hafa verðlaunin aðeins verið afhent körlum og er Hegerberg því fyrst kvenna til að hljóta þennan mikla heiður. Tónlistarmaðurinn Martin Solveig sá um að afhenda Hegerberg verðlaunin og varð sér algjörlega til skammar á sviðinu.
Meira:
Skammarleg kvenfyrirlitning á virtri knattspyrnuhátíð: Sigurvegarinn beðinn um að hrista rassinn
,,Kanntu að twerka?“ spurði Solveig sigurvegarann og var Hegerberg að vonum steinhissa eftir þessa spurningu. Hún sagði nei og labbaði burt.
Um er að ræða að hrista rass sinn og litu flestir á þetta sem kvenfyrirlitningu.
,,Ég bið alla afsökunar sem ég móðgaði, það var ekki það sem ég ætlaði mér að gera. Enskan mín er ekki alveg nógu góð,“ sagði Solveig.
,,Allir þeir sem hafa unnið með mér vita að ég ber mikla virðingu fyrir konum.“