Það fer fram stórleikur í ensku úrvalsdeildinni á morgun er Arsenal heimsækir Manchester United.
Um er að ræða stórleik af bestu gerð en Arsenal er á mun betra róli þessa stundina undir stjórn Unai Emery.
Emery mætir þá Jose Mourinho en þeir mættust á sínum tíma er Emery var hjá Valencia og Mourinho hjá Real Madrid.
Emery var óánægður með Mourinho eftir leik liðana á sínum tíma en Real hafði betur 1-0 í deildinni.
Mourinho ákvað að telja upp öll mistök dómarans í þeim leik, eitthvað sem Emery var ekki sáttur með.
,,Við hjá Valencia erum með góða ástæðu til þess að kvarta yfir mistökunum sem urðu til þess að við töpuðum,“ sagði Emery.
,,Við ákváðum hins vegar ekki að gera það. Mourinho hagar sér eins og grenjuskjóða.“