Lionel Messi, leikmaður Barcelona, er af mörgum talinn besta besti knattspyrnumaður heims í dag.
Messi er þó fimmti besti leikmaður heims þessa stundina ef marka má virtu verðlaunin Ballon d’Or.
Luka Modric fagnaði sigri og fékk verðlaunin afhent í gær og þar á eftir komu þeir Cristiano Ronaldo og Antoine Griezmann.
Margir eru reiðir yfir því að Messi hafi ekki komist í efstu þrjú sætin eftir að hafa skorað 45 mörk í 50 leikjum á árinu.
Messi lagði einnig upp 23 á liðsfélaga sína og vann þrjá titla. Hann átti í heildina litið ansi gott ár.
Aron Jóhannsson, leikmaður Werder Bremen, er einn af þeim sem skilur ekki að Messi sé svo neðarlega á listanum.
Imagine putting up these numbers and your not even in the top3 ??? pic.twitter.com/Pp8bdd9jab
— Aron Jóhannsson (@aronjo20) 4 December 2018