Ada Hegerberg, leikmaður Lyon í Frakklandi, er besti knattspyrnumaður heims í dag í kvennaflokki.
Hegerberg fékk Ballon d’Or verðlaunin afhent í Frakklandi í kvöld og er fyrst kvenna til að vinna þau verðlaun.
Hegerberg er 23 ára gömul en hún spilar með Lyon sem og norska landsliðinu.
Ballon d’Or eða Gullboltinn kom fyrst upp á sjónvarsviðið árið 1956 er Stanley Matthews, fyrrum leikmaður Blackpool fagnaði sigri.
Hingað til hafa verðlaunin aðeins verið afhent körlum og er Hegerberg því fyrst kvenna til að hljóta þennan mikla heiður.
Tónlistarmaðurinn Martin Solveig sá um að afhenda Hegerberg verðlaunin og varð sér algjörlega til skammar á sviðinu.
,,Kanntu að twerka?“ spurði Solveig sigurvegarann og var Hegerberg að vonum steinhissa eftir þessa spurningu. Hún sagði nei og labbaði burt.
Að ‘twerka’ er eitthvað sem flestir kannast við en sá dans snýst að mestu leyti út á að hrista rassinn kröftuglega.
Þetta má sjá hér fyrir neðan.
Martin Solveig really asked Ada Hegerberg, the first ever Ballon D’Or winner, to twerk. The absolute disrespect bruh. pic.twitter.com/Mtc5DBjS7a
— A West (@ayyy_west) 3 December 2018