Bílstjórinn Averof Panteli var handtekinn í gær eftir læti sem brutust út á Emirates vellinum í London er Arsenal og Tottenham áttust við.
Panteli er stuðningsmaður Tottenham en hann kastaði bananahýði í átt að framherjanum Pierre-Emerick Aubameyang eftir fyrra mark framherjans í gær í 4-2 sigri Arsenal.
Hann hefur nú svarað fyrir sig og lofar því að hann ætlunin hafi ekki verið að vera með rasisma í garð Aubameyang sem kemur frá Gabon.
,,Ég er enginn rasisti. Ég er frá Grikklandi. Ég er 100 prósent án kynþáttahaturs,“ sagði Panteli sem er 57 ára gamall.
,,Ég sver upp á líf barna minna að ég sé ekki þessi náungi.“
,,Ég biðst afsökunar ef ég hef móðgað einhvern hjá félögunum og þá sérstaklega Tottenham. Það sem ég gerði var klikkað en ég vildi ekki móðga neinn. Þetta þýddi ekkert.“
,,Ég hringdi í Tottenham og baðst afsökunar og mér var sagt að þeir myndu hafa samband vegna lífstíðarbanns.“
,,Ég hef átt svarta vini allt mitt líf. Ég er með hreina sakaskrá og hef aldrei komist í kast við lögin.“