Luka Modric er besti leikmaður heims í dag en hann fékk afhent Ballon d’Or verðlaunin virtu í kvöld.
Um er að ræða virtustu einstaklingsverðlaun heims en Modric fékk lang flest stig eða 753 talsins.
Modric vann Meistaradeildina með Real Madrid í maí og komst svo í úrslit HM með Króatíu í sumar.
Modric var valinn bestur á árinu af bæði FIFA og UEFA og hefur nú bætt þriðju verðlaunum ársins í safnið.
Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa lengi skipt þessum verðlaunum á milli sín en nú varð loksins breyting á því.
Ronaldo var næstur Modric með 476 stig og Antoine Griezmann var í þriðja sætinu með 414 stig.
Messi er sá fimmti efsti í kjörinu en Kylian Mbappe, leikmaður Frakklands, fékk fleiri atkvæði.
Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2006 sem Messi hafnar ekki í einu af þremur efstu sætunum.
Bestu leikmenn ársins 2018:
1.Modric 753 stig
2.Cristiano 476 stig
3.Griezmann 414 stig
4.Mbappé 347 stig
5.Messi 280 stig
6.Salah 188 stig
7.Varane 121 stig
8.Hazard 119 stig
9. De Bruyne 29 stig
10.Kane 25 stig