Ný Evrópukeppni mun hefjast árið 2021 en UEFA staðfesti þetta í tilkynningu í kvöld.
Um er að ræða keppni fyrir félagslið sem verður með sama sniði og Evrópudeildin og Meistaradeildin.
Öll smáatriðin eru ekki komin í ljós að svo stöddu en ljóst er að 32 lið munu taka þátt í keppninni sem hefst eftir þrjú ár.
Einnig er greint frá þvi að leikirnir verði spilaðir á fimmtudögum líkt og leikir í Evrópudeildinni.
Keppnin mun bjóða upp á átta riðla með fjórum liðum og munu lið sem hafna í þriðja sæti í sínum riðli í Evrópudeildinni fara beint í útsláttarkeppnina.
Aleksander Ceferin, forseti UEFA, segir að lengi hafi verið spurt eftir þriðju keppninni sem verður nú loks að veruleika.