Það var mikill hiti á Emirates vellinum í dag er lið Arsenal fékk Tottenham í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni.
Um er að ræða grannaslag af bestu gerð en Arsenal hafði að lokum betur 4-2 eftir frábæra frammistöðu í síðari hálfleik.
Pierre-Emerick Aubameyang skoraði tvö mörk fyrir Arsenal en hann hefur verið öflugur fyrir framan markið eftir komu frá Dortmund.
Eftir fyrra mark Aubameyang úr vítaspyrnu var bananahýði kastað í átt að gabonska landsliðsmanninum.
Maðurinn á bakvið kastið hefur verið handtekinn en hann er einn af sjö sem voru handteknir á leiknum.
Lögreglan í London hefur staðfest að rannsókn muni fara í gang til að komast að því hvort um kynþáttaníð hafi verið að ræða eða ekki.
Myndir af atvikinu má sjá hér.