Liverpool 1-0 Everton
1-0 Divock Origi(96′)
Það var boðið upp á ansi fjörugan leik á Anfield í dag er Liverpool fékk granna sína í Everton í heimsókn.
Gylfi Þór Sigurðsson var að venju í byrjunarliði Everton og lék 90 mínútur fyrir þá bláu.
Það var nóg af færum í leiknum á Anfield en leikurinn var mjög opinn og skemmtilegur.
Mörkin voru þó ekki mörg en stuðningsmenn fengu þó að sjá eitt og það kom á 96. mínútu leiksins.
Það var Divock Origi sem skoraði eina mark leiksins fyrir Liverpool er hann skallaði knöttinn í netið eftir vandræði Jordan Pickford.
Origi var að spila sinn fyrsta leik á tímabilinu og reyndist hetjan í 1-0 sigri.